Hvatningarverðlaun

Vinningshafar fyrri ára

Frá árinu 2017 hefur Creditinfo veitt hvatningarverðlaun fyrir nýsköpun og samfélagsábyrgð þeim fyrirtækjum sem þykja skara fram úr á þeim sviðum í hópi Framúrskarandi fyrirtækja. Vinningshafar eru valdir í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagslegaábyrgð og Icelandic StartupsVörður — samfélagsábyrgð 2020

Marel er fjölþjóðlegt fyrirtæki með aðsetur á Íslandi, sem framleiðir búnað og kerfi fyrir matvinnslufyrirtæki. Í rökstuðningi dómnefndar sagði að fyrirtækið hafi skapað sér stefnu á sviði samfélagsábyrgðar með heildstæðum hætti út frá rekstri fyrirtækisins, með áherslu á að skapa menningu þar sem jákvæð áhrif á samfélag og umhverfi eru í forgrunni.


Valka — nýsköpun 2020

Það var mat dómnefndar að Valka sé einstakt dæmi um fyrirtæki sem komið er vel á legg en gefur ekkert eftir með öflugu rannsóknar- og þróunarstarfi sem stuðlar að hugvitsdrifnum hagvexti og skapar fjölda verðmætra starfa.Marel — samfélagsábyrgð 2019

Marel er fjölþjóðlegt fyrirtæki með aðsetur á Íslandi, sem framleiðir búnað og kerfi fyrir matvinnslufyrirtæki. Í rökstuðningi dómnefndar sagði að fyrirtækið hafi skapað sér stefnu á sviði samfélagsábyrgðar með heildstæðum hætti út frá rekstri fyrirtækisins, með áherslu á að skapa menningu þar sem jákvæð áhrif á samfélag og umhverfi eru í forgrunni.


Men&Mice — nýsköpun 2019

Men&Mice sérhæfir sig í þróun og sölu hugbúnaðarlausna fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki og stofnanir sem reka flókna netinnviði. Þróunarstarf fyrirtækisins fer fram hér á landi en langstærstur hluti af veltu fyrirtækisins kemur þó erlendis frá, þar sem sérhæfð þekking þess hefur verið notuð til að þjóna vel viðskiptamannahópi þess.

Efla — samfélagsábyrgð 2018

Efla er þekkingarfyrirtæki á sviði verkfræði og tækni. Í umsögn dómnefndar sagði að mikilvægur þáttur í skilgreindu hlutverki félagsins sé að koma með lausnir sem stuðla að framförum og efla samfélagið. Auk þess sem samfélagsábyrgð fyrirtækisins sé samofin rekstrinum og stefnu þess.


Noxmedical — nýsköpun 2018

Nox Medical er hátæknifyrirtæki sem þróar og selur byltingarkenndar lausnir á sviði svefnrannsókna. Í umsögn dómnefndar kom m.a. fram að félagið sé í fararbroddi á sínu sviði og yfir ein milljón manna um allan heim fái greiningu á svefnvanda sínum þar sem lækningatæki Nox Medical eru notuð.
N1 — samfélagsábyrgð 2017

Hampiðjan — nýsköpun 2017