Cred­it­in­fo þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki árs­ins

Félag viðskipta- og hagfræðinga valdi í gær Creditinfo Group þekkingarfyrirtæki ársins.

 Við val á þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki árs­ins 2019 var horft til þeirra fyr­ir­tækja sem þóttu hafa skarað fram úr á er­lend­um mörkuðum síðastliðin ár. Önnur fyr­ir­tæki sem til­nefnd voru CCP, Mar­el og Nox Medical. Við þökkum Félagi viðskipta- og hagfræðinga kærlega fyrir viðurkenninguna. 

„Ég er afar stolt­ur af því að Cred­it­in­fo hef­ur hlotið þekk­ing­ar­verðlaun­in þar sem helsta for­senda þess að fara með fyr­ir­tækið á sín­um tíma á er­lenda markaði var sú að koma þekk­ing­unni okk­ar í verð,“ sagði Reyn­ir Grét­ars­son eft­ir að ljóst var að Cred­it­in­fo hlaut verðlaun­in.