Áreiðanleikakönnun Creditinfo

Traust í viðskiptum

Á þjónustuvef Creditinfo getur þú á einum stað nálgast allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að framkvæma áreiðanleikakönnun (KYC, know your customer) á viðskiptavinum þínum. Samkvæmt lögum ber tilkynningarskyldum aðilum að framkvæma slíka athugun en það getur þó einnig verið gagnlegt í öðrum tilvikum þar sem traust er hornsteinn að góðu viðskiptasambandi.


Áreiðanleikakönnun Creditinfo inniheldur:

 • grunnskráningu fyrir félag úr fyrirtækjaskrá
 • gildandi skráningu félagsins, með upplýsingum um framkvæmdastjóra, prókúruhafa og eigendur
 • upplýsingar um endanlega eigendur
 • fjölmiðlaupplýsingar um félag
 • raunverulega eigendur samkvæmt fyrirtækjaskrá
 • stjórnmálaleg tengsl stjórnar, stjórnenda og eigenda - PEP (fyrir tilkynningarskylda aðila)
 • möguleika á að sækja eign lögaðila í félögum
 • breytingar hjá Fyrirtækjaskrá

Vaktaðu breytingar á upplýsingunum

Í boði er að vakta breytingar sem kunna að verða á upplýsingum um fyrirtæki, eins og til dæmis breytingar á stjórn eða eignarhaldi, en slíkt er nauðsynlegur hluti af reglubundnu eftirliti með viðskiptavinum og tengslum þeirra.Umsögn viðskiptavinar

„Eftir að við fórum að nota Áreiðanleikakönnun Creditinfo þurfum við að ónáða viðskiptavini mun minna vegna þess að nauðsynlegar upplýsingar eru þar á einum stað. Við náum þá að minnka hópinn af viðskiptavinum sem við þurfum að kanna nánar og erum með uppfærðar upplýsingar um flesta viðskiptavini okkar hverju sinni.“

Silja Valdemarsdóttir
forstöðumaður á fyrirtækjasviði Arion bankaUpptaka frá rafrænum fundi Creditinfo um áreiðanleikakannanir

Umfjöllunarefni fundarins:

 • Hvaða skyldur hvíla á tilkynningaskyldum aðilum um framkvæmd áreiðanleikakannana?
 • Hvaða aðilar teljast tilkynningaskyldir?
 • Hvað er áreiðanleikakönnun (KYC) og hvað eru stjórnmálaleg tengsl einstaklinga (PEP)?
 • Hvernig get ég nýtt gögn frá Creditinfo við framkvæmd áreiðanleikakannana?

Skýrslur um erlend fyrirtæki

Áskrifendur að þjónustuvef Creditinfo hafa aðgang að ítarlegum fyrirtækjaupplýsingum og lánshæfismati erlendra fyrirtækja. Lánshæfisskýrslurnar reynast vel við að meta og draga úr áhættu í viðskiptum milli landa.

Sýnishorn: Erlend skýrsla   verð  5.650 KR.

Creditinfo er einnig umboðsaðili fyrir Dun & Bradstreet Inc og fleiri erlendra aðila á sviði fjárhags- og markaðsupplýsinga, sem hægt er að panta sérstaklega með því að hafa samband.Já ég hef áhuga á að fá kynningu