Stjórnmálaleg tengsl (PEP) og alþjóðlegir þvingunarlistar

Einstaklingar með stjórnmálaleg tengsl

Tilkynningarskyldir aðilar geta nálgast upplýsingar um einstaklinga sem eru í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla auk upplýsinga úr alþjóðlegum þvingunarlistum á þjónustuvef Creditinfo og þannig uppfyllt skilyrði laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tilkynningarskyldum aðilum sem hafa áhuga á að fá aðgang að PEP-grunni Creditinfo og alþjóðlegum gagnagrunni um stjórnmálaleg tengsl og þvingunarlista geta haft samband til þess að fá aðgang að þessum upplýsingum.




Leyfi til að fletta upp í grunninum

Tilkynningarskyldir aðilar skv. peningaþvættislögum geta flett upp í grunninum yfir stjórmálaleg tengsl. Þetta eru t.d. fjármálafyrirtæki, endurskoðendur, lögmenn, fasteignasalar og aðrir lögaðilar sem skylt er lögum samkvæmt að afla upplýsinganna.


Að kanna stöðu einstaklinga

Tilkynningarskyldum aðilum ber að kanna hvort viðskiptavinir þeirra séu í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, lög, nr. 140 frá árinu 2018. Einstaklingar eru taldir hafa stjórnmálaleg tengsl ef þeir eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu. Til dæmis alþingismenn, sendiherrar og dómarar. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands viðheldur lista yfir starfsheiti sem teljast háttsett opinber störf . Tilkynningarskyldum aðilum ber einnig að kanna nánustu fjölskyldu og nána samstarfsmenn þessara aðila.


Aðgengi að upplýsingum fyrir einstaklinga sem skráðir eru í grunninn

Allir einstaklingar sem skráðir eru í grunninn fá senda tilkynningu um skráninguna. Á vefnum Mitt Creditinfo má sjá þær upplýsingar sem eru skráðar, uppfæra þær og bæta við tengslum við fjölskyldu og nána samstarfsmenn ef þau vantar.



Erlendir gagnagrunnar (PEP, Sanctions og Watchlist) frá LexisNexis

Creditinfo býður upp á tengingu við alþjóðlega gagnagrunna svo að tilkynningarskyldir aðilar geti kannað hvort viðskiptamenn þeirra séu á alþjóðlegum þvingunarlistum eða hvort erlendir viðskiptamenn séu í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Gögn um erlenda aðila og alþjóðlega Sanctions og Watchlist eru sótt frá alþjóðlega fyrirtækinu LexisNexis sem hefur að geyma einn stærsta og áreiðanlegasta gagnagrunn sinnar tegundar á heimsvísu yfir slíkar upplýsingar.



Aðrar upplýsingar sem nýtast við áreiðanleikakönnun

Endanlegir eigendur

Endanlegir eigendur hafa að geyma upplýsingar um þann eða þá aðila sem raunverulega eiga tiltekið fyrirtæki og hversu stóran hluta hver og einn eigandi á.

Sýniseintak: Endanleg eign í félögum

Áreiðanleikakönnun

Á þjónustuvef Creditinfo getur þú á einum stað nálgast allar þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að framkvæma áreiðanleikakönnun (KYC, know your customer) á viðskiptavinum þínum.

Sýniseintak: Áreiðanleikaskýrsla (pdf)

Tengsl stjórnenda

Tengsl stjórnenda er ítarleg samantekt á upplýsingum um tengsl stjórnenda og fyrirtækja. Fram koma meðal annars upplýsingar um eigendur og hluthafa, hlutafélagaþátttöku stjórnarformanns og framkvæmdastjóra og dóttur- og hlutdeildarfélög, ásamt ársniðurstöðum tengdra félaga.

Sýniseintak: Tengsl stjórnenda

Erlend félög

Áskrifendur að þjónustuvef Creditinfo hafa aðgang að ítarlegum fyrirtækjaupplýsingum og lánshæfismati erlendra fyrirtækja. Lánshæfisskýrslurnar reynast vel við að meta og draga úr áhættu í viðskiptum milli landa

Sýniseintak: Sýnishorn: Erlend skýrsla (pdf)



Lög um peningaþvætti

Árið 2018 voru samþykkt lög, nr. 140 um aðgerðir gegn peningarþvætti og fjármögnun hryðjuverka, en markmið þeirra er að skylda aðila sem stunda ákveðna starfsemi til að þekkja deili á viðskiptamönnum sínum til að koma í veg fyrir slíka ólöglega starfsemi. Í þessum fyrrnefndu lögum er hugtakið einstaklingu í áhættuhópi jafnframt skilgreint, en til þess hóps teljast einstaklingar, innlendir og erlendir, sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu, ásamt nánustu fjölskyldu þeirra og nánum samstarfsmönnum.



Opna alla

Til háttsettra einstaklinga í opinberri þjónustu teljast:

  • þjóðhöfðingar, ráðherrar og staðgenglar ráðherra eða aðstoðarráðherrar, þingmenn
  • einstaklingar í framkvæmdastjórn stjórnmálaflokka/li>
  • hæstaréttardómarar, dómarar við stjórnlagadómstóla eða aðrir háttsettir dómarar við dómstóla þaðan sem niðurstöðu er ekki hægt að áfrýja nema í undantekningartilvikum
  • dómarar við endurskoðunardómstóla og hæstráðendur seðlabanka
  • sendiherrar, staðgenglar sendiherra og háttsettir yfirmenn herja
  • fulltrúar í stjórn, framkvæmdastjórn eða eftirlitsstjórn fyrirtækja í eigu ríkis
  • framkvæmdastjórar, aðstoðarframkvæmdastjórar og stjórnarmenn alþjóðasamtaka og alþjóðastofnana

Til náinna samstarfsmanna teljast:

  • einstaklingar sem vitað er að hafi verið raunverulegir eigendur lögaðila með einstaklingi sem er eða hefur verið háttsettur og gegnt opinberri þjónustu eða aðrir þekktir samstarfsmenn
  • einstaklingur sem er einn raunverulegur eigandi lögaðila sem vitað er að var stofnaður til hagsbóta fyrir einstakling sem er eða hefur verið háttsettur og gegnt opinberri þjónustu.

Til nánustu fjölskyldu teljast:

  • maki,
  • sambúðarmaki í skráðri sambúð,
  • börn, stjúpbörn og makar þeirra eða sambúðarmakar í skráðri sambúð og
  • foreldrar


Verð

Stjórnmálaleg tengsl (PEP) Verð án vsk.
Leið 1
Mánaðargjald fyrir aðgang að vöru á þjónustuvef 4.900 kr.
Uppfletting í alþjóðlegum listum 190 kr.
Uppfletting í innlendum PEP grunni Creditinfo 255 kr.
Leið 2
Mánaðargjald fyrir aðgang að vöru á þjónustuvef og tenging við vefþjónustu 10.900 kr.
Uppfletting í alþjóðlegum listum 190 kr.
Uppfletting í innlendum PEP grunni Creditinfo 255 kr.
Leið 3
Hægt er að kaupa allan PEP-grunn Creditinfo. Vinsamlegast hafið samband til að fá frekari upplýsingar


Ég vil fá að vita meira