Sveigjanleiki
Fyrirtæki geta notað sín eigin gögn og/eða fengið aðgang að gögnum Creditinfo til að meta viðskiptavini sína.
Dæmi um gögn sem hægt er að nota er lánshæfismat, vanskil og upplýsingar úr Fyrirtækjaskrá og Þjóðskrá.
Rekjanleiki
Notkun á Snjallákvörðunum stuðlar að samræmi í ákvarðanatöku, þar sem allar ákvarðanir eru teknar út frá sömu forsendum og eru jafnframt rekjanlegar.
Tímasparnaður
Með Snjallákvörðun getur fyrirtækið metið aðila á augabragði í stað þess að eyða tíma í gagnaöflun og úrlestur.