Vera

Sjálfbærniviðmót Creditinfo

Fyrsta útgáfu af Veru er komin í loftið og hvetjum við aðila með fyrirtækjatengsl að fara inn á Mitt Creditinfo og uppfæra upplýsingar um sín fyrirtæki. Varan er í stöðugri þróun og munu fleiri sjálfbærni gögn bætast við og hægt verður að nálgast þessar upplýsingar fyrir öll fyrirtæki á Þjónustuvef Creditinfo innan skamms.Sæl, ég heiti Vera

 • Eftirspurn eftir sjálfbærniupplýsingum fyrirtækja hefur aukist gríðarlega undanfarin misseri. Umfang og kostnaður upplýsingagjafar hefur að sama skapi aukist mikið innan fyrirtækja.
 • Fyrirtæki eru hins vegar mis vel í stakk búin að miðla upplýsingum um sjálfbærniþætti tengda sinni starfsemi.
 • Vera er sjálfbærnilausn Creditinfo sem aðstoðar öll fyrirtæki, hvort sem þau eru smá eða stór, að miðla upplýsingum tengt sjálfbærni til hagaðila á samræmdan máta.
 • Vera tekur saman og birtir opinberar upplýsingar tengdar sjálfbærni um fyrirtæki og birtir áhugasömum, svo sem sjálfbærnistefnu, sjálfbærniskýrslur, fjölmiðlaumfjöllun, losun gróðurhúsalofttegunda, sjálfbærniáhættu og fleira.
 • Vera getur áætlað hversu mikið þitt fyrirtæki losar af gróðurhúsalofttegundum, við hvaða lönd fyrirtæki eiga viðskipti við og fleira. Ef áætlun Veru er ekki alveg nákvæm er mögulegt að uppfæra upplýsingarnar svo þær endurspegli fyrirtækið enn betur.

Hvernig talar þú við Veru?

 • Þegar farið er inn á mitt Creditinfo má sjá flipa merktan „Mín fyrirtæki“. Á vinstri hlið vefsíðunnar má sjá tengil merktan „Sjálfbærni“.
 • Þar inni er Vera með mismunandi svæðum sem hægt er að uppfæra, til dæmis með upplýsingum um losun gróðurhúsalofttegunda frá ykkar rekstri, sjálfbærnistefnu eða helstu viðskiptalönd.
 • Í þeim reitum sem hægt er að breyta er mynd af penna í efra hægra horni reits.

Hvað gerir Vera fyrir þig?

 • Vera minnkar áreiti á fyrirtæki frá aðilum sem safna sjálfbærniupplýsingum svo sem í birgjamati með því að halda utan um þær og miðla.
 • Vera aðstoðar fyrirtæki að draga fram aðalatriðin í sinni starfsemi.
 • Vera gerir fjármálamarkaðnum auðveldara fyrir að fá yfirlit yfir sjálfbærnimál fyrirtækja á eina og sama staðnum.
 • Að lokum, notkun Veru er gjaldfrjáls í gegnum mitt Creditinfo.

Já ég hef áhuga á að fá kynningu