Creditinfo Creditinfo
  • Mitt Creditinfo
  • Lausnir og gögn
  • Framúrskarandi fyrirtæki
  • Vefverslun
  • Blogg
Innskráning
  • Fyrirtækjaþjónusta
  • Mitt Creditinfo
  • Fjölmiðlavaktin
Skuldastöðukerfi

Yfirlit skuldbindinga

Skuldastaðan inniheldur upplýsingar um skuldir og ábyrgðir einstaklinga og fyrirtækja. Kallað er eftir gögnum frá lánveitendum í hvert sinn sem aðila er flett upp og er því ekki um eiginlegan gagnagrunn að ræða.

Upplýsingar um skuldastöðu aðila gerir þannig fjármálafyrirtækjum auðveldara að meta viðskiptavini sinna vegna nýrra lánveitinga.

Sýniseintak: Skuldastöðuyfirlit
Verðskrá


Þátttakendur að skuldastöðukerfinu

Einungis þeir lögaðilar sem starfa undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins og sem miðla gögnum geta fengið aðgang að skuldastöðukerfinu. Þátttakendur geta flett upp einstaka aðilum á þjónustuvef Creditinfo eða notast við vefþjónustu sem gerir þeim kleift að tengjast kerfinu í gegnum sín eigin kerfi.


  • Almenni lífeyrissjóðurinn
  • Arion banki hf.
  • Aur
  • Birta lífeyrissjóður
  • Byggðastofnun
  • Borgun hf.
  • Brú Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga
  • Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna
  • Framtíðin lánasjóður hf.
  • Frjálsi lífeyrissjóðurinn
  • Gildi lífeyrissjóður
  • Hilda ehf.
  • Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, ÍL-sjóður, Húsnæðissjóður
  • Íslandsbanki hf., Kreditkort og Ergo
  • Kvika hf.
  • Landsbankinn hf.
  • Lánasjóður íslenskra námsmanna
  • Lífeyrissjóður bankamanna
  • Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga
  • Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands
  • Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogs
  • Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar
  • Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
  • Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands
  • Lífeyrissjóður verzlunarmanna
  • Lífsverk lífeyrissjóður
  • Lykill
  • Lýsing hf.
  • Netgíró
  • Sparisjóður Austurlands
  • Sparisjóður Höfðhverfinga
  • Sparisjóður Suður-Þingeyinga
  • Sparisjóður Strandamanna
  • Stapi lífeyrissjóður
  • Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda

Hvers vegna skuldastöðukerfi?

Upplýstar lánveitingar leiða til minni afskrifta og og draga úr þörf fyrir vanskilainnheimtu

Aðgengi að gögnunum á einum stað styttir umsóknartíma lánveitinga

Síður er gerð krafa um ábyrgðarmenn þegar staða lántakanda er þekkt


Umsögn

„Að öllu jöfnu sýnir skuldastöðukerfið helstu skuldir fyrirtækja hverju sinni og raun stöðu þeirra. Hefur þetta veitt okkur enn betri innsýn í stöðu félaga á hverjum tíma og höfum við stundum talað um að þetta sé eins og búið sé að kveikja ljósin í herberginu. Svo spilar lánshæfismatið vel með skuldastöðukerfinu þar sem það sýnir meira sögulega þróun félaga."

Herbert Arnarson – yfirmaður lánastýringar



Ítarefni

Opna alla

Geymir Creditinfo upplýsingar um skuldastöðu einstaklinga og fyrirtækja?

Þegar fyrirspurn er gerð í kerfið er hún send til þátttakenda sem skila upplýsingum til baka. Miðlægur gagnagrunnur er því ekki til staðar. Einstaklingar og fyrirtæki eiga rétt á að fá þær upplýsingar sem Creditinfo hefur miðlað og því ber Creditinfo að geyma þau gögn sem sótt hafa verið í kerfið í tvö ár.

Hvaða gögnum er miðlað í skuldastöðuyfirlitinu?

Uppfletting í skuldastöðukerfinu skilar yfirliti yfir skuldbindingar viðkomandi, stöðu á vanskilaskrá Creditinfo (á forminu „já“ eða „nei“) og hvort einstaka lán séu eru í vanskilum hjá kröfuhafa, óháð vanskilaskrá Creditinfo.

  • Yfirdráttarlán – Yfirdráttarlán á tékkareikningi, hvort sem er í íslenskum krónum eða erlendum gjaldmiðli.
  • Staða kreditkorta – Staða úttekta á kreditkortum á fyrirspurnartíma hverju sinni, sótt frá kortaútgefanda.
  • Lánasamningar
  • Víxlar
  • Ábyrgðir – Bankaábyrgðir og aðrar ábyrgðir en sjálfsskuldarábyrgðir og fasteignaveðsábyrgðir.
  • Erlend lán – Skuldabréf í erlendum gjaldmiðli.
  • Skuldabréf – Skuldabréf eru skuldarviðurkenning sem skuldbindur lántaka til að greiða skuldina til baka samkvæmt ákveðnum skilmálum og greiða vexti eða annað sem tekið er fram í skuldabréfinu.
  • Fjölgreiðslur – Fjölgreiðslur/greiðsludreifing eru t.d. skipting á reikningum í nokkra mánuði. Kortaútgefendur sjálfir, bankar og sparisjóðir, eru eigendur slíkra krafna og sjá um miðlun þessara upplýsinga, ekki kortafyrirtækin.
  • Eignaleigusamningar – Samningar um fjármögnun lausafjár (t.d. bíla- og kaupleigusamningar). Hið fjármagnaða er í eigu fjármögnunaraðilans á samningstíma en oftast eignast skuldari lausaféð í lok samnings.
  • Rekstrarleigusamningar – Samningar um fjármögnun lausafjár (t.d. bíla- og kaupleigusamningar). Hið fjármagnaða er í eigu fjármögnunaraðilans á samningstíma en oftast eignast skuldari lausaféð í lok samnings.
  • Innheimtuskuldabréf – Aðeins miðlað þegar Fjármálafyrirtæki X sér um miðlun upplýsinga fyrir Fjármálafyrirtæki Y, sem þrátt fyrir það eru birtar undir nafni Fjármálafyrirtækis X í skuldastöðukerfinu. Fjármálafyrirtæki X getur miðlað upplýsingum fyrir Fjármálafyrirtæki Y á grundvelli samnings þeirra í milli eða á grundvelli samnings Fjármálafyrirtækis Y við Creditinfo um þátttöku í skuldastöðukerfinu. Fjármálafyrirtæki X þarf að upplýsa Creditinfo um þau fjármálafyrirtæki sem það miðlar upplýsingum fyrir í skuldastöðukerfið.

Creditinfo Lánstraust
Kt: 710197 2109

Styttu þér leið

  • Áskriftarleiðir
  • Notkun upplýsinga
  • Öryggi og persónuvernd
  • Verðskrá

Fylgstu með okkur

  • Blogg.creditinfo.is
  • Creditinfo á Facebook
  • Fréttabréf Creditinfo




Hafa samband Um CreditInfo English
  • Mitt Creditinfo
    • Lánshæfismatið mitt
    • Skuldastaða
    • Vanskil
    • Áttu fyrirtæki?
    • Stjórnmálaleg tengsl mín
  • Lausnir
    • Viðskiptasafnið
    • Snjallákvörðun
    • Innheimtukerfi
    • Greiðslumat
    • Skuldastöðukerfi
    • Tjónagrunnur
  • Gögn
    • Lánshæfismat
    • Vanskilamál
    • Áreiðanleikakönnun (KYC)
    • Stjórnmálaleg tengsl (PEP)
    • Ársreikningar
    • Eignarhald og tengsl
    • Fjölmiðlavaktin
    • Markhópar
    • Eignaleit
    • Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá
    • Gagnatorg
  • Framúrskarandi
    • Framúrskarandi fyrirtæki
    • Listinn
    • Kaupa vottun
    • Hvatningarverðlaun
  • Vefverslun
  • Um Creditinfo
    • Stjórnendur
    • Öryggi og persónuvernd
    • Notkun upplýsinga
    • Starfsfólk
    • Verðskrá
    • Störf í boði
    • Fréttir
    • Firmamerki
    • Hafa samband
    • Fréttabréf
  • Blogg Creditinfo