Skuldastaða

Veistu hvað þú skuldar?


Áður en þú hugsar þér til hreyfings á lánamarkaði er mikilvægt að þekkja núverandi stöðu. Inn á Mitt Creditinfo geturðu sótt yfirlit yfir skuldbindingar þínar en slík samantekt er gagnleg til að sjá hvaða svigrúm þú hefur til frekari lántöku og dregur þar með úr líkum á að þú skuldsetjir þig umfram greiðslugetu.


Upplýsingarnar eru sóttar til banka og fjármálafyrirtækja og ná til lánasamninga, skuldabréfa, yfirdráttar, kreditkorta og fjölgreiðslna. Jafnframt er sýnt hver greiðslubyrðin er, lánatími og eftirstöðvar lána.

Sýniseintak: Skuldastöðuyfirlit (pdf)

Spurt og svarað

Get ég séð hvort nafni mínu hefur verið flett upp í skuldastöðukerfi Creditinfo?

Á Mitt Creditinfo getur þú alltaf fylgst með því hvort nafni þínu hefur verið flett upp. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum eða færð lykilorð sent í heimabankann þinn.

Þegar nafni þínu er flett upp í fyrsta skipti er send tilkynning á lögheimili þitt. Ef þér er flett upp aftur næstu 12 mánuðina berst þér rafræn tilkynning á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo. Ef meira en ár er liðið frá því að þér barst síðast tilkynning á lögheimili, þá sendum við aftur tilkynningu með bréfpósti þegar þér er flett upp aftur.

Hvað get ég gert ef upplýsingarnar um mig eru rangar?

Ef þú telur að upplýsingar um skuldastöðu þína séu ekki réttar hafðu þá samband við okkur.

Geymir Creditinfo upplýsingar um skuldastöðu mína?

Þegar fyrirspurn er gerð í kerfið er hún send til banka og fjármálastofnanna sem skila upplýsingum til baka. Miðlægur gagnagrunnur er því ekki til staðar. Einstaklingar eiga rétt á að fá þær upplýsingar sem Creditinfo hefur miðlað og því ber okkur að geyma þau gögn sem sótt hafa verið í kerfið í tvö ár.

Notkun upplýsinga úr skuldastöðukerfi

Einungis þau fyrirtæki, stofnanir og sjóðir sem eru þátttakendur að kerfinu og starfa undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins hafa heimild til að miðla gögnum og sækja gögn í kefið. Upplýst samþykki þarf að liggja til grundvallar uppflettingu í skuldastöðukerfi.

Þegar fyrirspurn er gerð í kerfið er hún send til þátttakenda sem skila upplýsingum til baka. Ekki er um að ræða miðlægan gagnagrunn. Athugasemdum við birtar upplýsingar á skuldastöðuyfirliti skal koma á framfæri við viðkomandi fyrirtæki, stofnun eða sjóð.

Tilkynning um miðlun upplýsinga úr skuldastöðukerfi

Tilkynning um uppflettingu er send í hvert sinn sem Creditinfo miðlar skuldastöðu, lánshæfismati eða upplýsingum um virka skráningu á VOG vanskilaskrá. Fyrsta tilkynning er send í bréfapósti, á skráð lögheimili samkvæmt Þjóðskrá, eftir það eru tilkynningar birtar og aðgengilegar á þjónustuvefnum.

Eyðing upplýsinga sem sóttar eru í skuldastöðukerfi

Í samræmi við heimildir til miðlunar ber Creditinfo að vista þær upplýsingar sem miðlað er úr skuldastöðukerfi í tvö ár. Að þeim tíma liðnum er upplýsingum eytt.

Heimildir Creditinfo til miðlunar upplýsinga úr skuldastöðukerfi

Heimild Creditinfo til vinnslu er byggð á upplýstu samþykki einstaklings. Upplýst samþykki getur ýmist verið udirritað skjal eða rafrænt samþykki. Samþykkið þarf að vera sannarlegt, vistað á öruggum stað og tiltækt, sé þess óskað.