Creditinfo Creditinfo
  • Mitt Creditinfo
  • Lausnir og gögn
  • Framúrskarandi fyrirtæki
  • Vefverslun
  • Blogg
Innskráning
  • Fyrirtækjaþjónusta
  • Mitt Creditinfo
  • Fjölmiðlavaktin
Vanskilamál

Traust eftirfylgni

Vanskilaskrá Creditinfo inniheldur upplýsingar um vanskil einstaklinga og fyrirtækja, ásamt upplýsingum um innheimtuaðgerðir.

Innsending mála á vanskilaskrá er áhrifarík leið til að auka innheimtur útistandandi skulda. Aðilum, sem eru með samningum um innsendingu vanskilamála við Creditinfo, býðst að senda mál á vanskilaskránna, annað hvort í gegnum þjónustuvef Creditinfo eða vefþjónustu.

Komdu í áskrift

Öflugri innheimta með vanskilaskrá

Tilkynning frá Creditinfo um fyrirhugaða skráningu á vanskilaskrá verður oftast til þess að skuldari gerir hreint fyrir sínum dyrum þannig að nafn viðkomandi fer aldrei á skrána og kröfuhafi fær skuld greidda.


Chart.


Innsending mála á vanskilaskrá

Innsending

Til þess að senda inn mál þurfa vanskil að hafa staðið yfir í a.m.k. 40 daga eða meira og fjárhæðin að lágmarki 60.000 kr. hjá einstaklingum. Vanskil lögaðila er hægt að skrá án tillits til fjárhæða, og það sama á við um árangurslaus fjárnám og gjaldþrotaúrskurði.

Tilkynning

Sé mál samþykkt er tilkynning send skuldara og viðkomandi veittur 17 daga frestur til að greiða skuldina áður en hún fer endanlega á vanskilaskrá

Skráning

Ef skuldin er ekki greidd innan 17 daga frestsins þá fer málið á vanskilaskrá.


Yfirsýn yfir innsend mál

Aðilar sem eru með samning um innsendingu vanskilamála hafa yfirsýn yfir þau mál sem þeir hafa sent inn á þjónustuvef Creditinfo.

  • Þegar mál er skráð fær það stöðuna „í vinnslu“ þar til starfsmaður Creditinfo hefur samþykkt það eða hafnað.
  • Ef málið er samþykkt fær það stöðuna „bréf sent“. Skuldara er þá send tilkynning um fyrirhugaða skráningu og sé skuldin ekki greidd innan 17 daga þá fer málið á vanskilaskrá.
  • Ef mál fær stöðuna „hafnað“, þá færist það á listann Höfnuð og afskráð mál þar sem það lifir í 30 daga. Umboðsmaður getur einnig sjálfur afskráð mál úr vinnslulistanum.


Spurt og svarað

Opna alla

Hvaða aðilar geta sótt upplýsingar í vanskilaskrá?

Aðilar sem hafa lögvarða hagsmuni er heimilt að fletta upp aðilum á vanskilaskrá. Hér er átt við lánastofnanir og þau fyrirtæki og stofnanir þar sem lánasýsla er reglulegur hluti af rekstrinum. Jafnframt geta þær lögfræðistofur sem innheimta mál fyrir hönd kröfuhafa, haft aðgang að vanskilaskrá.

Hvaða skilyrði þarf Creditinfo að uppfylla fyrir rekstri vanskilaskráar?

Samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga þarf starfsleyfi frá Persónuvernd til að safna og skrá upplýsingar er varða fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga í því skyni að miðla þeim til annarra. Creditinfo hefur slíkt leyfi frá Persónuvernd. Starfsleyfi Creditinfo heimilar félaginu að safna og miðla upplýsingum á VOG vanskilaskrá, sem er skrá sem heldur utan um vanskil og opinberar gjörðir. Heimilt er að skrá á VOG vanskilaskrá upplýsingar úr opinberum gögnum, en einnig upplýsingar um vanskil frá áskrifendum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Hver er tilgangur vanskilaskráar?

Tilgangur vanskilaskrárinnar er margþættur. Lánveitendur hafa hagsmuni af því að kanna stöðu einstaklinga og fyrirtækja á vanskilaskrá áður en lánaumsókn eða reikningsviðskipti eru samþykkt. Einnig hafa kröfuhafar hagsmuni af því að koma kröfum sínum á vanskilaskrá þar sem þær eru aðgengilegar öðrum lánveitendum til varnaðar.

Hvers kyns kröfur lenda á vanskilaskrá?

Eðlilega eru kröfur frá fyrirtækjum og stofnunum í lánasýslu algengar, t.d. frá bönkum, sparisjóðum, greiðslukortafyrirtækjum og öðrum fjármálastofnunum. Einnig eru algengar kröfur frá fyrirtækjum sem stunda mikil reikningsviðskipti, svo sem símafyrirtækjum, byggingavörufyrirtækjum og orkuveitum. Opinber gjöld eru einnig meðal algengra krafna. Jafnframt kann að vera um ræða skaðabótakröfur og kröfur frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum vegna ógreiddra reikninga.

Hvenær er heimilt að skrá mál á vanskilaskrá?

Aðilar sem gert hafa samning við Creditinfo um innsendingu vanskilamála býðst að senda upplýsingar um vanskil einstaklinga sem hvert um sig nemur a.m.k. kr. 60.000,- að höfuðstóli, þ.e. fjárhæð kröfu að undanskildum vöxtum og öðrum kostnaði, þ.m.t. innheimtukostnaði. Þá er gert að skilyrði að löginnheimta sé hafin. Vanskil lögaðila er heimilt að skrá án tillits til fjárhæða. Skráningar þurfa að uppfylla a.m.k. eitt eftirfarandi skilyrða:

1. Skuldari hafi skriflega gengist við því að krafa sé í gjalddaga fallin.

2. Skuldari hafi fallist á að greiða skuldina með sátt sem er aðfararhæf samkvæmt 1. gr. laga nr. 90/1989 um aðför.

3. Skuldara hafi með dómi, úrskurði eða áritaðri stefnu verið gert að greiða skuldina.

4. Skuldara hafi sannanlega verið birt boðun í fyrirtöku fjárnámsgerðar sem ekki hefur verði unnt að ljúka vegna fjarveru hans.

5. Skuldara hafi sannanlega verið birt greiðsluáskorun vegna skuldarinnar, enda uppfylli hún:
5.1 Öll skilyrði 7. gr. laga nr. 90/1989, og fyrir liggi að frestur samkvæmt því ákvæði sé liðinn
5.2. Öll skilyrði 9. gr. laga nr. 90/1991 um nauðungarsölu, og fyrir liggi að frestur samkvæmt því ákvæði sé liðinn

6. Fyrir liggi sannanlega vanefndur nauðasamningur, samningur eða nauðasamningur til greiðsluaðlögunar sem skuldari hefur gert og áskrifandi er aðili að.

7. Skuldari hafi með sérstakri yfirlýsingu í láns- eða skuldaskjali, sem skuldin er sprottin af, fallist á að áskrifandi óski skráningar fjárhagsupplýsingastofu á vanskilunum, enda séu skilyrði til þess uppfyllt. Slík heimild skal vera áberandi og skýr í skjalinu og við það miðuð að vanskil hafi varað í a.m.k. 40 daga.

8. Skuldari hafi með áritun á svonefnda eignaleysisyfirlýsingu, sbr. 4. tölul. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., fallist á að kröfuhafi óski skráningar hennar hjá Creditinfo, enda sé slík heimild skýr og áberandi í skjalinu.

9. Skuldari hafi ekki innan 3 vikna orðið við áskorun lánardrottins, sem birt hefur verið honum eftir sömu reglum og gilda um birtingu stefnu í einkamáli, um að lýsa því skriflega yfir að hann verði fær um að greiða skuld við hlutaðeigandi lánardrottinn þegar hún fellur í gjalddaga eða innan skamms tíma ef hún er þegar gjaldfallin, sbr. 5. tölul. 2. mgr. 65. gr. laga nr. 21/1991, sbr. lög nr. 95/2010 og 78/2015.

10. Hafa gert hinum skráða viðvart, með áletrun á útgefinn reikning, greiðsluseðil eða innheimtuviðvörun, um að upplýsingum um vanskil verði miðlað til Creditinfo og að vanskil hafi varað í að minnsta kosti 40 daga. Ekki er heimilt að skrá vanskil samkvæmt þessari heimild, ef um vanskil einstaklinga er að ræða

Afskráð mál

Aðili sem hefur gert samning við Creditinfo um innsendingu vanskilamála ber að afskrá færslu um leið og krafa er greidd eða komin í skil með öðrum hætti. Einnig afskrást færslur eftir fjögur ár frá heimildardagsetningu. Ef um gjaldþrotaúrskurð er að ræða er afskráð eftir tvö ár, frá dagsetningu skiptaloka að telja.

Hægt er að nálgast yfirlit yfir mál sem hafa verið afskráð til dæmis vegna aldurs. Mál sem Creditinfo afskráir eru birt sem og mál sem umboðsmenn afskrá. Afskráning mála getur verið tilkomin vegna andmæla, skuld uppgerð, aldurs og fleira.

Creditinfo Lánstraust
Kt: 710197 2109

Styttu þér leið

  • Áskriftarleiðir
  • Notkun upplýsinga
  • Öryggi og persónuvernd
  • Verðskrá

Fylgstu með okkur

  • Blogg.creditinfo.is
  • Creditinfo á Facebook
  • Fréttabréf Creditinfo




Hafa samband Um CreditInfo English
  • Mitt Creditinfo
    • Lánshæfismatið mitt
    • Skuldastaða
    • Vanskil
    • Áttu fyrirtæki?
    • Stjórnmálaleg tengsl mín
  • Lausnir
    • Viðskiptasafnið
    • Snjallákvörðun
    • Innheimtukerfi
    • Greiðslumat
    • Skuldastöðukerfi
    • Tjónagrunnur
  • Gögn
    • Lánshæfismat
    • Vanskilamál
    • Áreiðanleikakönnun (KYC)
    • Stjórnmálaleg tengsl (PEP)
    • Ársreikningar
    • Eignarhald og tengsl
    • Fjölmiðlavaktin
    • Markhópar
    • Eignaleit
    • Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá
    • Gagnatorg
  • Framúrskarandi
    • Framúrskarandi fyrirtæki
    • Listinn
    • Kaupa vottun
    • Hvatningarverðlaun
  • Vefverslun
  • Um Creditinfo
    • Stjórnendur
    • Öryggi og persónuvernd
    • Notkun upplýsinga
    • Starfsfólk
    • Verðskrá
    • Störf í boði
    • Fréttir
    • Firmamerki
    • Hafa samband
    • Fréttabréf
  • Blogg Creditinfo