Lánshæfismat einstaklinga


Á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo getur þú sótt lánshæfismatið þitt og séð hvaða þættir hafa áhrif á það. Lánshæfismat er mat á líkum þess að þú getir staðið við skuldbindingar þínar og er notað af bönkum og ýmsum aðilum sem veita fjárhagslega fyrirgreiðslu.


Munurinn á lánshæfismati og greiðslumati

Í greiðslumati er greiðslugeta á mánuði metin út frá tekjum, skuldbindingum og kostnaði og tekur lánveitandi ákvörðun um lánveitingu í kjölfar greiðslumats. Munurinn á greiðslumati og lánshæfismati er sá að greiðslumat metur mánaðarlega greiðslugetu einstaklings á meðan lánshæfismat spáir fyrir um líkurnar á að einstaklingur fari í vanskil í náinni framtíð.


Fjöldi einstaklinga eftir lánshæfiseinkunn

Lánshæfi einstaklinga er metið á kvarðanum A1-E3, þar sem A1 er besta mögulega einkunn og E3 sú lakasta. Ekki er reiknað lánshæfismat fyrir einstaklinga á vanskilaskrá eða þá sem búsettir eru erlendis.

Chart.

Spurt og svarað um lánshæfismatið mitt

Opna alla

Hvað er lánshæfismat?

Lánshæfismat er mat á líkum þess að þú getir staðið við skuldbindingar þínar og er notað af bönkum og aðilum sem veita fjárhagslega fyrirgreiðslu. Einkunn er gefin á kvarðanum A-E, þar sem A stendur fyrir litlar líkur á vanskilum en E mestar líkur. Allir einstaklingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili á Íslandi og enga virka skráningu á vanskilaskrá fá reiknað og birt lánshæfismat.

 • A1 - A3, Mjög líklegur til að vera skilvís greiðandi
 • B1 - B3, Líklegur til að vera skilvísi greiðandi
 • C1 - C3, Mögulega líkur á að lenda í vanskilum
 • D1 - D3, Líklegur til að lenda í vanskilum
 • E1 - E3, Mjög líklegur til að lenda í vanskilum

Get ég haft áhrif á lánshæfismatið mitt?

Besta leiðin til að tryggja gott lánshæfismat er að greiða ávallt reikninga fyrir eða á eindaga til að forðast vanskil. Önnur atriði sem geta haft áhrif:

Fyrirtækjatengsl — Ef þú ert með tengsl við fyrirtæki (gegnum stjórnarsetu, framkvæmdastjórn eða prókúruumboð), þá getur það haft góð eða slæm áhrif byggja þá á lánshæfismati viðkomandi fyrirtækis. Upplýsingar um fyrirtækjatengsl þín eru sóttar til fyrirtækjaskráar, en þú getur séð þessar skráningar inn á Mitt Creditinfo undir Fyrirtækjatengsl í valmyndinni vinstra megin.

Viðbótarupplýsingar — Einnig getur þú veitt Creditinfo leyfi til nota viðbótarupplýsingar við gerð lánshæfismats þíns, en það getur eftir atvikum komið til hækkunar eða lækkunar. Inn á Mitt Creditinfo er þér boðið að samþykkja notkun viðbótarupplýsinga við gerð þíns lánshæfismats.

Af hverju fæ ég ekki reiknað lánshæfismat?

Líkleg ástæða er að þú sért með skráningu á vanskilaskrá, en ef svo er þá er lánshæfismat ekki reiknað. Þú getur nálgast yfirlit yfir skráningar á vanskilaskrá inn á Mitt Creditinfo.

Önnur ástæða getur verið að þú hafir ekki skráð lögheimili í Þjóðskrá, til dæmis vegna búsetu erlendis. Ekki er heldur reiknað lánshæfismat fyrir einstaklinga undir 18 ára aldri

Hverjir hafa heimild til að sækja mitt lánshæfismat og hvenær?

Ef þú ert að sækja um lán eða fara í reikningsviðskipti hafa lánveitendur heimild til að sækja og nota þitt lánshæfismat frá Creditinfo. Skilyrðin eru þó að þú hafir lagt fram beiðni þess efnis og þannig samþykkt að lánveitandinn sæki og noti lánshæfsimatið þitt. Sú beiðni er yfirleitt lögð fram í umsóknarferli um lán eða fyrirgreiðslu.

Í hvert skipti sem lánshæfismati einstaklings er flett upp hjá Creditinfo er viðkomandi send tilkynning. Í fyrsta skipti er bréf sent á lögheimili viðkomandi en eftir það birtast tilkynningar á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo. Í tilkynningunni kemur fram hvaða fyrirtæki eða stofnun sótti upplýsingarnar og hvenær.

Þeir aðilar sem sækja lánshæfismat þitt fá eingöngu upplýsingar um hver einkunn þín er. Auk þess fá þeir sem sækja matið upplýsingar um það hvort matið byggir á notkun viðbótarupplýsinga eða ekki. Að öðru leyti fá þeir sem sækja matið ekki upplýsingar um áhrifaþætti í þínu lánshæfismati.


Spurt og svarað um gerð lánshæfismatsins

Hvaða upplýsingar eru notaðar við gerð lánshæfismatsins?

Lánshæfismat Creditinfo er byggt á gögnum sem Creditinfo hefur aðgang að og er heimilt að nota. Áhrifaþættir í lánshæfismati einstaklinga eru:

 • Mál sem hafa verið á vanskilaskrá á undanförnum 12 mánuðum
 • Tengsl við fyrirtæki
 • Lýðfræðiupplýsingar, s.s. aldur, búseta og hjúskaparstaða
 • Rekstrarsaga
 • Atvinnurekstur á eigin kennitölu
 • Upplýsingar um greiðsluaðlögun

Ef samþykki er veitt fyrir notkun viðbótarupplýsinga hafa eftirfarandi upplýsingar einnig áhrif á matið:

 • Fjöldi og tegundir fyrirtækja sem vakta eða sækja lánshæfismat og upplýsingar á vanskilaskrá
 • Skuldastaða
 • Mál sem hafa verið á vanskilaskrá á undanförnum 3 árum

Hvenær er lánshæfismat uppfært?

Lánshæfismatið er uppfært daglega. Allar forsendur eru endurreiknaðar í sjálfvirkri uppfærslu sem eftir atvikum birtist í breyttu eða óbreyttu lánshæfismati.

Creditinfo endurskoðar reglulega þá þætti sem liggja til grundvallar matinu til að viðhalda eða auka enn frekar áreiðanleika þess. Vægi einstakra þátta getur þá eftir atvikum aukist eða minnkað. Áhrifaþættir geta einnig fallið út eða nýjir innleiddir.

Utan reglulegra uppfærslna er lánshæfismati einstaklinga ekki breytt eða forsendur þess endurskoðaðar nema Creditinfo fái vitneskju um að þau gögn sem notuð eru séu röng eða óréttmæt.

Hver tekur ákvörðun um hvort að lánshæfismatið uppfyllir skilyrði til lánveitingar/fyrirgreiðslu?

Lánshæfismat Creditinfo kann að vera notað við mat á umsækjendum eða núverandi viðskiptavinum vegna lána- eða reikiningsviðskipta og/eða til að ákvarða lánakjör og úttektarheimildir. Ákvörðun um að veita tilteknum umsækjanda lán eða fyrirgreiðslu er alfarið í höndum lánveitenda. Hver lánveitandi hefur sínar útlánareglur og viðmið þeirra varðandi lánshæfismat Creditinfo geta verið ólík.

Hvaða áhrif hafa tengsl við atvinnulífið á lánshæfismatið mitt?

Ef þú ert með tengsl við fyrirtæki (gegnum stjórnarsetu, framkvæmdastjórn eða prókúruumboð), þá getur það haft góð eða slæm áhrif byggja þá á lánshæfismati viðkomandi fyrirtækis. Upplýsingar um fyrirtækjatengsl þín eru sóttar til fyrirtækjaskráar, en þú getur séð þessar skráningar inn á Mitt Creditinfo undir Fyrirtækjatengsl í valmyndinni vinstra megin. Öllum fyrirspurnum og leiðréttingum um skráningar fyrirtækjatengsla skal komið á framfæri til Skattsins.Notkun viðbótarupplýsinga í lánshæfismati

Einstaklingum stendur til boða að deila upplýsingum um greiðsluhegðun, samanber hvort reikningar sé greiddir fyrir eða eftir eindaga, en miðlun viðbótargagna getur eftir atvikum bætt lánshæfismatið.

Opna alla

Hvað eru viðbótarupplýsingar í lánshæfismati?

Viðbótargögn við gerð lánshæfismat eru skuldastaða þín, lengri vanskilasaga sem getur náð til allt að 7 ára ásamt upplýsinga um fjölda og tegund fyrirtækja sem sækja lánshæfismat þitt og upplýsingar um stöðu á vanskilaskrá. Fjöldi uppflettinga á vanskilaskrá eða lánshæfismati er skilgreindur á afmörkuðu tímabili, skuldastaðan þín er sótt í lánakerfi lánveitenda og sýnir stöðu lána þinna og skuldbindinga. Notkun þessara upplýsinga eykur spágetu líkansins en getur eftir atvikum haft áhrif til hvort sem er hækkunar eða lækkunar lánshæfismats þíns, eða haldist óbreytt. Athuga skal að það að miðla aukaupplýsingum er leið til að miðla því til lánveitanda að kröfur hafi ekki verið í innheimtu eða á vanskilaskrá en slíkt er til marks um heilbrigð fjármál og hefur því jákvæð áhrif lánshæfismat.

Þú getur veitt samþykki og afturkallað þá inná þjónustuvefnum Mitt Creditinfo.

Af hverju þarf samþykki fyrir notkun viðbótarupplýsinga?

Creditinfo leitast við að nota upplýsingar sem hafa raunverulegt vægi við mat á líkum þess að þú standir við skuldbindingar þinna lána. Til þess notar Creditinfo þær heimildir sem tilgreindar eru í starfsleyfi Creditinfo frá Persónuvernd, þ.á.m. heimild Creditinfo til að gefa einstaklingum kost á að samþykkja notkun annarra gagna og til viðbótar við þau sem tilgreind eru sérstaklega í starfsleyfi og heimilt er að nota án sérstaks samþykkis.

Hvaða áhrif hafa viðbótarupplýsingar á mitt lánshæfismat?

Notkun viðbótarupplýsinga getur eftir atvikum reiknast til hækkunar eða lækkunar, eða haldist óbreytt. Þegar samþykki er veitt eða afturkallað endurreiknast lánshæfismat. Endurreiknað lánshæfismat byggir á gögnum sem liggja til grundvallar matinu hverju sinni.

Hvaða áhrif hefur afturköllun samþykkis á mitt lánshæfismat?

Þegar samþykki er afturkallað gerist tvennt. Annars vegar endurreiknast lánshæfismatið í samræmi við þau gögn sem Creditinfo hefur til grundvallar útreikningi eftir að samþykki er afturkallað. Hins vegar verða gögnum sem safnað hefur verið um þína skuldastöðu eytt og verða ekki afturkræf við vinnslu matsins.