Öryggi og
persónuvernd
Creditinfo

Ábyrg meðferð og vinnsla upplýsinga er hornsteinninn í starfsemi Creditinfo. Aukinn áhugi og ábyrgð einstaklinga, fyrirtækja og stjórnvalda þegar kemur að persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga er okkur fagnaðarefni. Við hvetjum þig til að kynna þér stefnu og meðferð persónuupplýsinga hjá okkur. Hér verða allar breytingar kynntar og uppfærðar um leið og þær eiga sér stað.

Mínar upplýsingar
Gjaldskrá og áskriftarleiðir

Persónuverndastefna

Creditinfo Lánstraust hf. safnar, vinnur úr og miðlar upplýsingum um fjárhagsmálefni einstaklinga á grundvelli starfsleyfis frá Persónuvernd.
Persónuverndarstefna Creditinfo

Upplýsingaöryggisstefna

Það er okkur mikilvægt að tryggja öryggi upplýsinga okkar og viðskiptavina okkar m.t.t. leyndar, réttleika og tiltækileika.
Upplýsingaöryggisstefna Creditinfo

Meðferð og vinnsla persónuupplýsinga

Creditinfo leggur áherslu á að tryggja persónuvernd og öryggi þeirra upplýsinga sem félagið vinnur með.
Meðferð og vinnsla persónuupplýsinga

Persónuverndarfulltrúi

Persónuverndarfulltrúi hefur það meginhlutverk að hafa eftirlit með að persónuverndarlöggjöf sé fylgt í allri starfssemi okkar.
Persónuverndarfulltrúi Creditinfo

Creditinfo vottað
samkvæmt ISO 27001

Creditinfo er vottað samkvæmt ISO 27001:2013 en staðallinn snýr að stjórnun upplýsingaöryggis og meðferð upplýsinga. Í vottuninni felst m.a. viðurkenning á verkferlum okkar og staðfesting á faglegum vinnubrögðum starfsmanna við meðferð upplýsinga um viðskiptavini. Vottunin nær til allrar starfssemi Creditinfo og tekur m.a. til meðferðar persónuupplýsinga, reksturs upplýsingakerfa, öryggisvitundar starfsmanna og aðgengis að starfsstöðvum okkar.

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.