Þekktu viðskiptavininn
Betri ákvarðanir
Gagnalausnir
Markaðslausnir
Creditinfo býður fyrirtækjum að vakta breytingar sem kunna að verða hjá samstarfsaðilum og viðskiptavinum í því skyni að lágmarka afskriftir og halda reikningsviðskiptum eins góðum og kostur er.
Viðskiptamannavaktin er innifalin í áskriftarleiðunum Silfur og Gull.
Viðskiptamannavaktin vaktar breytingar sem kunna að verða á lánshæfi og vanskilastöðu viðskiptavina þinna og tilkynnir um þær með tölvupósti. Jafnframt veitir mælaborð safnsins á þjónustuvefnum góða yfirsýn yfir dreifingu á áhættu í safninu og er auðvelt að taka út lista í Excel yfir hvaða viðskiptamenn tilheyra hvaða hópi.
Fyrirtækjum býðst að miðla upplýsingum um greiðsluhegðun viðskiptavina sinna og geta þannig sett útistandandi skuldir í samhengi við lánshæfismat skuldara. Það þýðir að hægt er að meta með nákvæmari hætti en áður hver áhættan er á töpuðum kröfum. Með miðlun greiðsluhegðunarupplýsinga er hægt að sjá eftirfarandi í Viðskiptamannavaktinni:
Viðskiptamannavaktin er aðgengileg í vefviðmóti á þjónustuvef Creditinfo eða með vefþjónustutengingu þannig að gögnin flæða beint inn í viðskiptamannakerfi viðkomandi fyrirtækis.
„Viðskiptasafnið gerir þér fært að greina betur stöðuna og hjálpar þér að átta þig á því hvernig áhættan er t.d. út frá greiðsluhegðun viðskiptavina. Þetta er mikilvægt verkfæri í mínu starfi og svo er það líka þannig að starfið mitt verður bara skemmtilegra fyrir vikið.“
„Traust er eitt það verðmætasta sem hægt er að búa yfir í viðskiptum. Lánshæfismat fyrirtækja hjálpar okkur að kynnast og treysta nýjum aðilum sem óska eftir reikningsviðskiptum. Viðskiptamannavakt Creditinfo auðveldar okkur síðan að viðhalda traustinu og stýra áhættu í samræmi við veruleikann hverju sinni. Þannig verður staða bæði okkar og traustra viðskiptavina sterkari.“