Snjallákvörðun Creditinfo er öflug lausn sem má aðlaga að fjölbreyttum þörfum fyrirtækja. Lausnin veitir sveigjanleika til að taka upplýstar og markvissar ákvarðanir í ólíkum tilfellum með því að nýta áreiðanleg gögn og sjálfvirkni. Algengt er að fyrirtæki nýti Snjallákvörðun til að taka ákvarðanir um reikningsviðskipti eða við lánaákvarðanir en tæknin á bak við Snjallákvörðun nýtist í fjölbreyttum tilfellum.
Hér eru nokkur dæmi um hvernig Snjallákvörðun nýtist í sérhæfðum aðstæðum.
Þegar fyrirtæki leitar að nýjum birgjum er mikilvægt að leggja mat á hæfi þeirra áður en viðskipti hefjast. Snjallákvörðun nýtir gögn Creditinfo og upplýsingar frá viðskiptavininum til að meta hvort birgir uppfylli nauðsynlegar kröfur.
Við endurmat á núverandi birgjum má nota Snjallákvörðun til að greina hvort ástæða sé til að halda viðskiptasambandi eða leita annarra lausna. Hér koma bæði gögn frá viðskiptavininum og Creditinfo að góðum notum.
Ein stærsta áskorunin í ýmsum ákvörðunum er að afla og vista öll nauðsynleg gögn á einum stað. Snjallákvörðun leysir þennan vanda með því að safna upplýsingum sjálfvirkt og gera þær aðgengilegar fyrir frekari greiningu.
Þessi gögn gera fyrirtækjum kleift að vinna skilvirkari greiningar og taka upplýstar ákvarðanir.
Með Snjallákvörðun geta fyrirtæki einbeitt sér að því sem skiptir mestu máli – að taka góðar og upplýstar ákvarðanir á skjótan og markvissan hátt.