Snjallákvörðun
Betri ákvarðanir
Sjálfvirkar ákvarðanir

Sérsniðnar lausnir með Snjallákvörðun Creditinfo

Snjallákvörðun Creditinfo er öflug lausn sem má aðlaga að fjölbreyttum þörfum fyrirtækja. Lausnin veitir sveigjanleika til að taka upplýstar og markvissar ákvarðanir í ólíkum tilfellum með því að nýta áreiðanleg gögn og sjálfvirkni. Algengt er að fyrirtæki nýti Snjallákvörðun til að taka ákvarðanir um reikningsviðskipti eða við lánaákvarðanir en tæknin á bak við Snjallákvörðun nýtist í fjölbreyttum tilfellum.  

Hér eru nokkur dæmi um hvernig Snjallákvörðun nýtist í sérhæfðum aðstæðum.

Birgjamat

Mat á nýjum birgjum

Þegar fyrirtæki leitar að nýjum birgjum er mikilvægt að leggja mat á hæfi þeirra áður en viðskipti hefjast. Snjallákvörðun nýtir gögn Creditinfo og upplýsingar frá viðskiptavininum til að meta hvort birgir uppfylli nauðsynlegar kröfur.

Dæmi um viðmið:

  • Hefur birgi viðeigandi vottanir?
  • Er lánshæfismat betra en viðmið?
  • Uppfylla sögulegar stærðir úr ársreikningi (t.d. eiginfjárhlutfall og rekstrartekjur) skilgreindar kröfur?
  • Er birgi krítískur?
  • Er félag með viðeigandi/nauðsynlegar vottanir?
  • Finnast einhverjar neikvæðar fréttaumfjallanir um félag?
  • Finnast dómar um fyrirtækið?
  • Eru til gögn um gildandi skráningu félags?
  • Lánshæfismat betra en viðmið?
  • Uppfyllir skilyrði um sögulegt LHM?
  • Gögn til um endanlega eigendur?
  • Nýlegur ársreikningur til fyrir félag?
  • Rekstrartekjur síðustu X ára hærri en viðmið?
  • EBITDA jákvæð síðustu 2 ár?
  • Eiginfjárhlutfall hærra en viðmið?

Mat á núverandi birgjum

Við endurmat á núverandi birgjum má nota Snjallákvörðun til að greina hvort ástæða sé til að halda viðskiptasambandi eða leita annarra lausna. Hér koma bæði gögn frá viðskiptavininum og Creditinfo að góðum notum.

Dæmi um viðmið:

  • Er birgi í skilum við fyrirtækið?
  • Hefur hann viðeigandi vottanir?
  • Er lánshæfismat áfram í samræmi við kröfur?
  • Uppfylla fjármálalegar lykiltölur, svo sem EBITDA eða veltufjárhlutfall, viðmið?

Sjálfvirk gagnaöflun

Ein stærsta áskorunin í ýmsum ákvörðunum er að afla og vista öll nauðsynleg gögn á einum stað. Snjallákvörðun leysir þennan vanda með því að safna upplýsingum sjálfvirkt og gera þær aðgengilegar fyrir frekari greiningu.

Dæmi um gögn sem hægt er að afla sjálfvirkt:

  • Gildandi skráning félags.
  • VOG-vanskilaskráning.
  • Lánshæfismat.
  • Ársreikningar og rekstrarupplýsingar.
  • Upplýsingar um endanlega eigendur.

Þessi gögn gera fyrirtækjum kleift að vinna skilvirkari greiningar og taka upplýstar ákvarðanir.

Með Snjallákvörðun geta fyrirtæki einbeitt sér að því sem skiptir mestu máli – að taka góðar og upplýstar ákvarðanir á skjótan og markvissan hátt.

Vilt þú vita meira um hvernig Snjallákvörðun Creditinfo getur nýst þínu fyrirtæki? Pantaðu kynningu og við aðstoðum þig við að finna lausn sem hentar þínum þörfum.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.