Þekktu viðskiptavininn
Betri ákvarðanir
Gagnalausnir
Markaðslausnir
Áður en viðskiptasamband hefst skiptir sköpum að hafa áreiðanlegar upplýsingar um viðskiptavini þína. Ef tilvonandi viðskiptavinur hefur ratað í fjölmiðla vegna slæmra ákvarðana þá viltu vita það áður en þú hleypir honum í viðskipti. Fréttasafn Fjölmiðlavaktarinnar dregur allt fram í dagsljósið sem hefur verið sagt um þína viðskiptavini í fjölmiðlum. Í fréttasafninu eru aðgengilegar fréttir úr dagblöðum, sjónvarpi og útvarpi frá 1.mars 2005. Einnig eru aðgengilegar fréttir allra stærstu netmiðla landsins frá 1. janúar 2010.
Ef þú þarft að rýna í umfjöllun fjölmiðla á líðandi árum, hvort sem er úr útvarpi, sjónvarpi, blöðum eða netmiðlum, þá spörum við þér tíma með því að útbúa vel skilgreindar samantektir sem eru sniðnar að þínum þörfum. Viðskiptavinir þurfa ekki að vera áskrifendur að Fjölmiðlavaktinni til að panta samantektir.
Fjölmiðlavaktin býður upp á útskrift af sjónvarpsfréttum og útvarpsþáttum. Viðskiptavinir þurfa ekki að vera áskrifendur að Fjölmiðlavaktinni til að panta útskriftir. Hægt er að panta þær með því að senda tölvupóst og fylla inn nafn viðskiptavinar, nafn þáttar og dagsetningu þáttar.
Tímamótabækur eru samantekt á fjölmiðlaefni um einstakling eða málefni, sótt í fréttasafn Fjölmiðlavaktarinnar og eru afhendar sem innbundnar bækur. Bækurnar eru skemmtilegar gjafir á tímamótum þjóðþekktra einstaklinga eða fyrirtækja. Að auki eru þær góð heimild um menn og málefni líðandi stundar.
„Ein frétt getur haft mikil tilfinningaleg áhrif á fólk en gefur ekki endilega rétta mynd af því hvernig fjölmiðlaumfjöllun er almennt. Þess vegna er gott að hafa Fjölmiðlavaktina sem hlutlausan mælikvarða yfir hvernig fjölmiðlaumfjöllunin er í raun og veru.“