Samtals var 68.731 frétt flutt um íslenska stjórnmálaflokka frá 1. janúar 2024 til 31. desember 2024. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Creditinfo á fjölmiðlaumfjöllun ársins.
Flestar fréttir voru fluttar um flokkana sem voru í ríkisstjórn á nýliðnu ári, Sjálfstæðisflokkinn, Framsóknarflokkinn og Vinstri græn, eða samtals 44.742 fréttir (65% frétta um stjórnmálaflokka). Af stjórnarandstöðuflokkunum var mest fjallað um Samfylkinguna og Viðreisn en nánara niðurbrot er að finna í myndritinu hér fyrir neðan:
Ef við skoðum þróun á fjölda frétta yfir tíma sést að umfjöllun um ríkisstjórnarflokkana dalar aðeins eftir kosningar og umfjöllun um Samfylkinguna, Flokk fólksins og Viðreisn eykst.
Forvitnilegt er að bera saman fjölda frétta um stjórnmálaflokkana og fylgi þeirra í alþingiskosningunum í nóvember 2024. Á myndiritinu hér fyrir neðan er hægt að sjá hlutfall atkvæða sem hver flokkur hlaut á móti hlutfalli frétta um flokkana á móti heildarfjölda allra frétta um stjórnmálaflokkana.
Þar sést að þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið mest í fréttum þá hlaut hann ekki flest atkvæði. Enn meira misræmi er á milli hlutfalls atkvæða og frétta hjá Vinstri grænum og Framsóknarflokknum. Mesta hlutfallslega misræmið á milli atkvæða og fréttaflutnings er hjá Vinstri grænum en þar á eftir kemur Sjálfstæðisflokkurinn. Í þeim tilvikum eru fleiri fréttir en atkvæði. Þar á eftir kemur Samfylkingin en hjá henni er mesti munurinn á fjölda atkvæða og fjölda frétta, atkvæðum í vil.
Vilt þú vakta umfjöllun fjölmiðla um þitt fyrirtæki? Fjölmiðlavakt Creditinfo vaktar umfjöllun í útvarpi, sjónvarpi, blöðum og netmiðlum og er því verðmætt tól sem heldur þér og þínu starfsfólki upplýstu um fréttir sem skipta ykkur máli. Pantaðu kynningu á Fjölmiðlavakt Creditinfo fyrir þitt fyrirtæki.