Þekktu viðskiptavininn
Betri ákvarðanir
Gagnalausnir
Markaðslausnir
Með Snjallákvörðun geta fyrirtæki tekið sjálfvirkar ákvarðanir um viðskiptasambönd sín. Fyrirtæki velja þau gögn og viðmið sem þau vilja nota við sína ákvarðanatöku og sérfræðingar Creditinfo sjá um uppsetningu og ráðgjöf eftir þörfum. Snjallákvarðanir eru að lokum aðgengilegar á þjónustuvef Creditinfo og í vefþjónustu, þar sem starfsmenn geta framkvæmt mat á viðskiptavinum á augabragði.
Snjallákvörðun er lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að taka sjálfvirkar ákvarðanir um viðskiptasambönd með því að nýta áreiðanleg gögn og fyrirfram skilgreind viðmið. Lausnin metur aðstæður og stýrir ákvörðunartöku á grundvelli gagna. Með Snjallákvörðun verður ákvarðanataka markvissari, skilvirkari og rekjanlegri, sem dregur úr áhættu og sparar bæði tíma og fjármagn.
Snjallákvörðun vinnur út frá fyrirfram skilgreindum viðmiðum, sem borin eru saman við viðeigandi gögn til að taka sjálfvirkar ákvarðanir í rauntíma. Lausnin skilar niðurstöðum hratt og örugglega, með skýrri yfirsýn yfir hvaða viðmið voru uppfyllt og hvaða ekki, ásamt þeim gögnum sem ákvörðunin byggðist á.Fyrirtæki geta nálgast Snjallákvörðun og skoðað niðurstöður ásamt helstu forsendum hennar bæði á þjónustuvef Creditinfo og í gegnum vefþjónustu.
Fyrirtæki geta notað sín eigin gögn og/eða fengið aðgang að gögnum Creditinfo til að meta viðskiptavini sína. Dæmi um gögn sem hægt er að nota er lánshæfismat, vanskil og upplýsingar úr Fyrirtækjaskrá og Þjóðskrá.
Notkun á Snjallákvörðunum stuðlar að samræmi í ákvarðanatöku, þar sem allar ákvarðanir eru teknar út frá sömu forsendum og eru jafnframt rekjanlegar.
Með Snjallákvörðun getur fyrirtækið metið aðila á augabragði í stað þess að eyða tíma í gagnaöflun og úrlestur.
Við innleiðingu á Snjallákvörðun veita sérfræðingar Creditinfo ráðgjöf varðandi val á gögnum til notkunar. Það er svo einfalt mál að breyta þeim forsendum sem skilgreindar hafa verið fyrir matið og jafnframt hægt að útbúa samantektir yfir notkun á reglunum sem auðveldar endurskoðun þeirra.
„Með Snjallákvörðun getum við tekið fjölbreyttar upplýsingar og gögn saman á einum stað með sjálfvirkum hætti og þannig fært ákvörðunartökuna yfir til framlínunnar, en á sama tíma gripið inn í ef á þarf að halda. Það sparar okkur vinnu, tíma og frekari mannafla innan fyrirtækisins.“