Hvað er tjónagrunnur?
Til að koma í veg fyrir tjónasvik komu Samtök fjármálafyrirtækja og Creditinfo að rekstri og vinnslu sérstaks tjónagrunns að norrænni fyrirmynd. Grunnurinn er nýttur til að greina óvenjulegar tjónstilkynningar, s.s. hvort sama tjón hafi fengist greitt út hjá fleiru en einu tryggingafélagi, en slíkt flokkast sem fjársvik ef ekki er um réttmætar ástæður að ræða.
Í grunninn eru skráð þau tjón sem tilkynnt eru til tryggingafélaganna að undanskildum tjónum sem falla undir líf- og sjúkdómatryggingar. Samtök fjármálafyrirtækja eru rekstraraðili tjónagrunnsins en Creditinfo er vinnsluaðili hans.
Þær upplýsingar sem eru skráðar í grunninn eru kennitala tjónþola, númer máls, tegund tryggingar, tegund tjóns, dagsetning tjóns, dagsetning skráningar í grunninn, nafn viðkomandi vátryggingarfélags, staðsetning tjóns og númer hins tryggða, svo sem ef um er að ræða ökutæki.
Hægt er að fá aðgang að yfirliti yfir uppflettingar um sig í grunninum í gegnum þjónustuvef Creditinfo.