Lánshæfismat

Á þjónustuvefnum Mitt Creditinfo getur þú sótt lánshæfismatið þitt og séð hvaða þættir hafa áhrif á það.

Lánshæfismat er mat á líkum þess að þú getir staðið við skuldbindingar þínar og er notað af bönkum og ýmsum aðilum sem veita fjárhagslega fyrirgreiðslu.

Skoða mitt lánshæfismat

Lánshæfismat Creditinfo

Vinnsla lánshæfismats Creditinfo byggir á persónusniði og felur í sér sjálfvirka vinnslu persónuupplýsinga til að meta og spá fyrir um líkindi þess hvort komi til skráninga lántaka á vanskilaskrá Creditinfo á næstu 12 mánuðum. Matið er notað af bönkum og öðrum sem veita fjárhagslega fyrirgreiðslu.

Til grundvallar matinu eru eingöngu notaðar áreiðanlegar upplýsingar í samræmi við í ákvæði 3. og 4. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 606/2023 og eingöngu þær sem sýnt hefur verið fram á að hafi afgerandi þýðingu og teljast vera nauðsynlegar til að veita áreiðanlegar vísbendingar um líkindi þess hvort komi til skráninga lántaka á vanskilaskrá Creditinfo á næstu 12 mánuðum.

Lánshæfisflokkar matsins eru á kvarðanum A-E, þar sem A stendur fyrir litlar líkur á vanskilum en E mestar líkur, auk þess sem kvarðar frá 1-3 sýna stöðu innan lánshæfisflokks.

A1 - A3, Mjög líklegur til að vera skilvís greiðandi

B1 - B3, Líklegur til að vera skilvísi greiðandi

C1 - C3, Mögulega líkur á að lenda í vanskilum

D1 - D3, Líklegur til að lenda í vanskilum

E1 - E3, Mjög líklegur til að lenda í vanskilum

Allir einstaklingar, 18 ára og eldri með íslenska kennitölu, skráð lögheimili á Íslandi og enga virka skráningu á vanskilaskrá Creditinfo fá reiknað og birt lánshæfismat.

      Hverjir eru áhrifaþættir í lánshæfismati einstaklinga?

      Vanskilasaga

      Sterkasti þátturinn við mat á því hvort einstaklingar standi við skuldbindingar sínar eru upplýsingar um það hvort þeir hafi alltaf gert það í fortíð. Því geta söguleg vanskil haft veruleg áhrif á lánshæfismat en þau áhrif minnka eftir því sem lengra líður frá vanskilum.

      Áhrif fara frá því að vera veruleg fyrir mál sem nýlega hafa verið á vanskilaskrá niður í að vera lítil þegar lengra er liðið frá vanskilum. Vanskilamál eru notuð við gerð lánshæfismats svo lengi sem þau eru talin hafa afgerandi þýðingu við mat á lánstrausti einstaklinga. Þau geta verið notuð í allt að fjögur ár frá því að þau fara af vanskilaskrá en hversu lengi þau eru notuð fer m.a. eftir því hvað þau voru lengi á skrá og hvers eðlis þau voru.

      Vægi er mikið í upphafi en minnkar eftir því sem lengra líður frá vanskilum.

      Tengsl við fyrirtæki

      Líkur á vanskilum tengdra fyrirtækja reiknast sem áhrifaþáttur í lánshæfismati þeirra sem tengdir eru félögunum. Tengsl milli einstaklinga og fyrirtækja eru metin út frá því hverjir eru skráðir í stjórn, framkvæmdastjórn eða sem prókúruhafar félaga samkvæmt skráningu fyrirtækjaskrár Skattsins og /eða eru skráðir fyrir verulegum eignarhlut samkvæmt hluthafagrunni Creditinfo.

      Áhrif tengsla við fyrirtæki eru að jafnaði jákvæð en geta reiknast til lækkunar ef lánshæfismat tengdra félaga sýnir nokkrar eða miklar líkur á vanskilum eða ef tengd félög hafa virka skráningu vanskila. Áhrifin falla niður þegar tengsl samkvæmt skráningu fyrirtækjaskrár og/eða hluthafagrunni Creditinfo eru ekki lengur til staðar.

      Vægi tengsla við fyrirtæki ráðast af því hvað tengslin eru mikil, þ.e. ef aðili er t.a.m. bæði meirihlutaeigandi, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri tiltekins félags telst sá hafa mikil tengsl við félagið og þ.a.l. hefur lánshæfismat þess félags aukið vægi í útreikningi lánshæfismats tengds aðila.

      Lýðfræðiupplýsingar, s.s. aldur, búseta og hjúskaparstaða

      Aldur, búseta og hjúskaparstaða er áhrifaþáttur í lánshæfismati.

      Áhrif lýðfræðiupplýsinga ráðast af lífaldri, hjúskaparstöðu og búsetu.

      Vægi lýðfræðiupplýsinga er óverulegt. Aldur getur þó reiknast til nokkurra áhrifa til lækkunar í lánshæfismati einstaklinga undir 21 árs aldri eða hjá einstaklingum með stutta fjárhagslega sögu.

      Rekstrarsaga

      Tengsl við félög og fjöldi tengdra félaga sem úrskurðuð hafa verið gjaldþrota á undanförnum fjórum árum.

      Áhrif skráninga um rekstrarsögu er áhrifaþáttur til lækkunar í lánshæfismati. Áhrifin falla niður þegar fjögur ár eru liðin frá gjaldþrotaúrskurði.

      Vægi er talsvert og eykst eftir því sem skráningarnar eru fleiri.

      Atvinnurekstur á eigin kennitölu

      Það að vera með rekstur á eigin kennitölu getur haft neikvæð áhrif á lánshæfismat þar sem tölfræðin sýnir að vanskil hjá einstaklingum með rekstur á eigin kennitölu í sumum geirum eru talsvert tíðari en að meðaltali hjá þjóðinni.

      Áhrif eru meðalsterk.

      Vægi ræðst af skráðri starfsemi (ISAT) hjá fyrirtækjaskrá Skattsins.

      Ef samþykki er veitt fyrir notkun viðbótarupplýsinga hefur eftirfarandi einnig áhrif á matið:

      Skuldastaða

      Skuldastaða er sótt í upplýsingakerfi lánveitenda. Notaðar eru eftirfarandi upplýsingar úr kerfum lánveitenda:

      • Nýjasta staða afborgana af lánum og öðrum fjármálatengdum skuldbindingum
      • Greiðslusaga
      • Nýting yfirdráttarheimilda
      • Tegundir skuldbindinga

      Áhrif upplýsinga um skuldastöðu eru í öllum tilvikum jákvæð í lánshæfismati nema ef upplýsingar úr kerfum lánveitenda sýna nýleg vanskil afborgana af lánum eða öðrum fjármálatengdum skuldbindingum, söguleg vanskil eða hlutfallslega mikla nýtingu yfirdráttarheimilda.

      Vægi áhrifa í lánshæfismati ráðast af fjölda mánaða sem skuldastaða sýnir öll lán í skilum í samanburði við fjölda mánaða sem sýnir lán í vanskilum, nýtingu yfirdráttarheimilda undanfarna þrjá mánuði, tegundir skuldbindinga og stöðu afborgana samkvæmt nýjustu upplýsingum í kerfinu.  

      Fjöldi og tegundir fyrirtækja sem hafa sótt lánshæfismat og upplýsingar um skráð vanskil

      Fjöldi og tegundir fyrirtækja sem sækja lánshæfismat og upplýsingar í vanskilaskrá Creditinfo.

      Áhrif Tiltekinn fjöldi og tegundir fyrirtækja sem sækja lánshæfismat og upplýsingar í vanskilaskrá Creditinfo hafa tímabundin áhrif til lækkunar í lánshæfismati. Áhrif minnka eftir því sem lengra líður frá því að upplýsingarnar voru sóttar. Upplýsingar sem hafa verið sóttar vegna vanskila eða innheimtu vega þyngst til lækkunar.

      Vægi ræðst af fjölda og tegundum fyrirtækja sem sótt hafa upplýsingar á tilgreindu tímabili.

      Vaktanir innheimtufyrirtækja

      Vöktun breytinga á vanskilaskrá Creditinfo af hálfu innheimtufyrirtækis reiknast til lækkunar í lánshæfismati. Vaktanir af hálfu annarra en innheimtufyrirtækja reiknast hins vegar ekki til lækkunar.

      Áhrif vaktana falla niður þegar vöktun er hætt.

      Vægi slíkra vaktana er mjög mikið enda merki um að einstaklingur sé í greiðsluvandræðum.

      Dreifing einstaklinga í lánshæfisflokka

      Lánshæfismat Creditinfo flokkar einstaklinga í 15 mismunandi flokka, merktir A1-E3, eftir því hverjar líkurnar eru á að þeir verði skráðir á vanskilaskrá á næstu 12 mánuðum.

      A1 er besti flokkurinn en úr honum fara 1-2 af hverjum 1.000 einstaklingum inn á vanskilaskrá á næstu 12 mánuðum (0.1-0.2% vanskilatíðni) á meðan í þeim versta, E3 er líklegt að meirihluti allra fari í vanskil á næstu 12 mánuðum (>50% vanskilatíðni).

      Munurinn milli flokka er sá að vanskilatíðni ca. tvöfaldast, t.d. á milli B3 og C1. Þannig má t.d. búast við því að 2-4 af hverjum 100 fari í vanskil á næstu 12 mánuðum af þeim sem eru í B3 (2%-4% vanskilatíðni) á meðan 4-8 af hverjum 100 fari í vanskil af þeim sem eru í C1 (4%-8% vanskilatíðni).

      Munurinn á lánshæfismati og greiðslumati

      Í greiðslumati er greiðslugeta á mánuði metin út frá tekjum, skuldbindingum og kostnaði og tekur lánveitandi ákvörðun um lánveitingu í kjölfar greiðslumats. Munurinn á greiðslumati og lánshæfismati er sá að greiðslumat metur mánaðarlega greiðslugetu einstaklings á meðan lánshæfismat spáir fyrir um líkurnar á að einstaklingur fari í vanskil í náinni framtíð.

      No items found.

      Algengar spurningar

      Hvernig er samþykki fyrir notkun viðbótarupplýsinga veitt og hvernig er samþykki afturkallað?
      Hvað var þitt lánshæfsimatið þegar það var sótt af lánveitanda?
      Hvað veitir Creditinfo heimild til að vinna lánshæfismat um þig?
      Vægi einstakra breytna í þínu lánshæfismati og þau rök sem liggja þar að baki
      Yfirferð á niðurstöðu þíns lánshæfismats
      Hvar getur þú séð þitt lánshæfismat?
      Hvernig gerir Creditinfo viðvart um að lánshæfismat hafi verið sótt ?
      Hvaða áhrif hafa viðbótarupplýsingar á þitt lánshæfimat?
      Hvaða áhrif hafa tengsl við atvinnulífið á lánshæfismatið þitt?
      Hver tekur ákvörðun um hvort að lánshæfimatið uppfyllir skilyrði til lánveitingar/fyrirgreiðslu?
      Hvernig færð þú nánari skýringar á þínu lánshæfismati?
      Er lánshæfismatið mitt leiðrétt ef rangar upplýsingar liggja til grundvallar matinu ?
      Hvernig getur þú bætt þitt lánshæfismat?
      Hvenær breytist eða uppfærist lánshæfismatið þitt?
      Hvaða áhrif hefur afturköllun samþykkis um notkun viðbótarupplýsinga?
      Hvað eru viðbótarupplýsingar í lánshæfismati?
      Hvaða upplýsingar fá þeir sem sækja þitt lánshæfismat til Creditinfo ?
      Hverjir hafa heimild til að sækja þitt lánshæfismat og hvenær?
      Hvernig er lánshæfismat Creditinfo notað?

      Fréttabréf Creditinfo

      Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
      Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
      Oops! Something went wrong while submitting the form.