Veðbönd
Aðgangur að veðbandayfirliti fyrir ökutæki og fasteignir, sem sótt er í fasteignaskrá hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og til sýslumanns fyrir ökutæki. Veðbandayfirlit má nálgast á þjónustuvefnum eða í gegnum vefþjónustu.
Kennitöluleit
Eignaleit eftir kennitölu einstaklinga er í boði fyrir lögmenn í innheimtu- og skiptastarfsemi ásamt opinberum aðilum sem hafa heimild til slíkra uppflettinga. Einnig er hægt að sjá eignasögu einstaklinga. Vilji lögmenn fá aðgang fyrir starfsfólk sitt þurfa þeir að lýsa yfir ábyrgð á notkun kennitöluleitar.
Umsóknir
Umsókn vegna aðgangs lögmanna að kennitöluleit í fasteignaskrá er að finna á vef HMS (Z-857 Umsókn um kennitöluaðgang lögmanna að fasteignaskrá)
Umsókn vegna aðgangs fulltrúa lögmanna að kennitöluleit í fasteignaskrá er einnig finna á vef HMS (Z-856 Ábyrgðaryfirlýsing lögmanns vegna kennitöluuppflettinga í fasteignaskrá)