Nýjar lykiltölur í ársreikningaskýrslum Creditinfo
Fyrirtækjaupplýsingar
Ársreikningar
Fréttir
Gagnalausnir
Nýjar lykiltölur í ársreikningaskýrslum Creditinfo
18.11.2024
Við hjá Creditinfo leggjum metnað í að veita nákvæmar og gagnlegar upplýsingar sem stuðla að traustum ákvörðunum í rekstri og viðskiptum. Með þetta að leiðarljósi höfum við nú bætt við lykiltölum í ársreikningaskýrslum á þjónustuvef Creditinfo.
Hingað til hafa innslegnir ársreikningar á þjónustuvef Creditinfo veitt viðskiptavinum aðgang að ársreikningum allt að fimm ár aftur í tímann, myndrænum samanburði á helstu stærðum úr rekstri, og möguleika á að hlaða niður gögnum í Excel til frekari greiningar. Nú höfum við tekið skrefið lengra og bætt við lykiltölum sem auðvelda mat á fjárhagslegri stöðu fyrirtækja.
Lykiltölur sem nú eru hluti af skýrslunni
Við höfum bætt við eftirfarandi reiknuðum lykiltölum:
EBITDA (Earnings Before Interest, Taxes, Depreciation, and Amortization): Mælir rekstrarafkomu fyrirtækis fyrir áhrif vaxta, skatta og afskrifta, og gefur góða mynd af getu þess til að skila rekstrarhagnaði og lausafé úr kjarnastarfsemi.
Arðsemi fjárfestinga (Return onInvestment, ROI): Mælir hagnað sem hlutfall af heildarfjárfestingu, og sýnir hversu vel fjárfestingarfélags hafa skilað sér, sem auðveldar samanburð á milli fjárfestingakosta.
Arðsemi eiginfjár (Return on Equity, ROE): Metur hversu skilvirkt fyrirtæki er í aðnýta eigið fé til að skapa hagnað og er lykiltala til að bera saman félög afsvipaðri stærð eða gerð.
Eiginfjárhlutfall(Equity Ratio): Sýnir hlutfall eiginfjár af heildareignum fyrirtækis og gefur vísbendingu um fjárhagslegt jafnvægi, skuldsetningu og stöðugleika þess.
Veltufjárhlutfall (Current Ratio): Mælir hlutfall veltufjármuna á móti skammtímaskuldum og metur getu fyrirtækis til að standa skil á skammtímaskuldumsínum innan árs.
Lausafjárhlutfall (Quick Ratio): Mælir hlutfall lausafjármuna (án birgða) á móti skammtímaskuldum og gefur nákvæmari mynd af skammtímalausafjárstöðu fyrirtækis og getu þess til að standa skil á nauðsynlegum greiðslum næstu 12 mánuði.
Framlegðarhlutfall (Gross Profit Margin): Reiknað sem hlutfall framlegðar af tekjum og gefur innsýn í arðsemi fyrirtækis, sérstaklega með tilliti til framleiðslu eða þjónustu rekstrar.
Skuldahlutfall (Debt-to-Equity Ratio): Mælir hlutfall skulda á móti eigin fé og gefur til kynna hversu háð fyrirtæki er skuldafjármögnun, sem hefur áhrif á fjárhagslegt svigrúm þess.
Skýrari upplýsingar um afkomu fyrirtækja
Með ofangreindum nýjungum geta viðskiptavinir Creditinfo metið fjárhagslega stöðu fyrirtækja á skýran og áreiðanlegan hátt, greint rekstur viðskiptavini eða samkeppnisaðila með nákvæmari hætti og tekið upplýstar ákvarðanir byggðar á áreiðanlegum gögnum.
Við hvetjum viðskiptavini Creditinfo til að skrá sig á þjónustuvef okkar og kanna þessar nýju upplýsingar. Ef þú ert ekki í viðskiptum við Creditinfo hvetjum við þig til að kynna þér áskriftarleiðirnar.