Þekktu viðskiptavininn
Betri ákvarðanir
Gagnalausnir
Markaðslausnir
Vanskilaskrá Creditinfo inniheldur upplýsingar um vanskil einstaklinga og fyrirtækja, ásamt upplýsingum um innheimtuaðgerðir.
Innsending mála á vanskilaskrá er áhrifarík leið til að auka innheimtur útistandandi skulda. Aðilum, sem eru með samningum um innsendingu vanskilamála við Creditinfo, býðst að senda mál á vanskilaskránna, annað hvort í gegnum þjónustuvef Creditinfo eða vefþjónustu.
Tilkynning frá Creditinfo um fyrirhugaða skráningu á vanskilaskrá verður oftast til þess að skuldari gerir hreint fyrir sínum dyrum þannig að nafn viðkomandi fer aldrei á skrána og kröfuhafi fær skuld greidda.
Aðilar sem eru með samning um innsendingu vanskilamála hafa yfirsýn yfir þau mál sem þeir hafa sent inn á þjónustuvef Creditinfo.
Til þess að senda inn mál þurfa vanskil að hafa staðið yfir í a.m.k. 40 daga eða meira og fjárhæðin að lágmarki 50.000 kr. hjá einstaklingum. Vanskil lögaðila er hægt að skrá án tillits til fjárhæða, og það sama á við um árangurslaus fjárnám og gjaldþrotaúrskurði.
Sé mál samþykkt er tilkynning send skuldara og viðkomandi veittur 17 daga frestur til að greiða skuldina áður en hún fer endanlega á vanskilaskrá
„Lánshæfismatið styður við ákvörðun okkar um reikningsviðskipti og okkur líður betur með þær. Lánshæfismatið hjálpar manni að taka góðar ákvarðanir fyrr.“