Betri ákvarðanir
Fréttir
Fréttir af Creditinfo
Fyrirtækjaupplýsingar
Fyrirtæki
Fyrirtækjaupplýsingar á Mitt Creditinfo

Ný form félagaþáttöku aðgengileg á þjónustuvef Creditinfo

28.6.2023

Áskrifendur Creditinfo hafa um árabil geta sótt upplýsingar um hlutafélagaþátttöku einstaklinga á þjónustuvef Creditinfo. Í þeirri skýrslu var hægt að sjá hvort viðkomandi einstaklingur hefði tengsl við einhver hlutafélög og ef svo er, hvernig þeim tengslum var háttað.

Nú er hægt að sækja upplýsingar um tengsl einstaklinga við enn fleiri félagaform og hefur því skýrsla um hlutafélagaþátttöku einstaklinga fengið nýtt nafn: Félagaþátttaka.

Skýrsla um félagaþátttöku inniheldur upplýsingar um tengsl einstakra aðila við félög sem skráð eru í fyrirtækjaskrá. Þar má einnig sjá stöðu aðila hjá félaginu, svo sem hvort viðkomandi er stjórnarformaður, varamaður, framkvæmdastjóri, prókúruhafi, endurskoðandi eða stofnandi.

Félagaþátttöku einstaklinga er hægt að sækja á þjónustuvef Creditinfo og/eða í gegnum vefþjónustu. Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar um vefþjónustutengingu við félagaþátttöku. Upplýsingar um verð fyrir þjónustuna er að finna í verðskrá.

Hér fyrir neðan er að finna lista yfir þau félagaform sem eru aðgengileg í gegnum skýrslu um félagaþátttöku einstaklinga:

  • Einstaklingur í atvinnurekstri
  • Dánarbú einstaklings
  • Einstaklingur í atvinnurekstri með skráð firmaheiti
  • Einstaklingsfyrirtæki með kennitölu (skráð fyrir 1. júlí 2003)
  • Sameignarfélag almennt (sf)
  • Sameignarfélag opinberir aðilar
  • Önnur sameignarfélög (óskilgreind)
  • Samlagsfélag, almennt (slf)
  • Byggðasamlag (bs)
  • Sjálfseignarstofnun með staðfesta skipulagsskrá
  • Aðrar sjálfseignarstofnanir
  • Aðrar sjálfseignarstofnanir - útibú/deild
  • Ríkisstofnun
  • Stofnun sveitarfélags
  • Fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélags
  • Opinber aðili
  • Stofnun/fyrirtæki í eigu erlends ríkisÚtibú ríkisstofnunar/sveitarfélags
  • Sparisjóður
  • Útibú sparisjóðs
  • Lífeyrissjóður
  • Félagasamtök
  • Áhugamannafélag
  • Önnur félagasamtök/áhugamannafélög
  • Húsfélag
  • Félagsbú
  • Veiðifélag
  • Félag í frístundabyggð
  • Skráð trúfélag / lífsskoðunarfélag
  • Almannaheillafélag með starfsemi yfir landamæri.
  • Almannaheillafélag
  • Stjórnmálasamtök
  • Erlent félag með tímabundna starfsemi á Íslandi
  • Erlent félag/fyrirtæki, v/bankaviðskipta
  • Sjóður/deild innan fjármálafyrirtækis
  • Erlent félag/fyrirtæki, v/bankaviðskipta m/takmarkaða ábyrgð
  • CFC-félag / bankaviðskipti
  • CFC-félag
  • Erlent félag í rafrænni þjónustu v/vsk
  • Erlent félag í rafrænni þjónustu v/ vsk / bankaviðskipta.
  • Önnur félög utan aðalskrár
Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.