Þekktu viðskiptavininn
Betri ákvarðanir
Gagnalausnir
Markaðslausnir
Skoðaðu upplýsingar um skuldir og ábyrgðir einstaklinga og fyrirtækja. Kallað er eftir gögnum frá lánveitendum í hvert sinn sem aðila er flett upp og er því ekki um eiginlegan gagnagrunn að ræða.
Upplýsingar um skuldastöðu aðila gerir þannig fjármálafyrirtækjum auðveldara að meta viðskiptavini sinna vegna nýrra lánveitinga.
Einungis þeir lögaðilar sem starfa undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins og sem miðla gögnum geta fengið aðgang að skuldastöðukerfinu. Þátttakendur geta flett upp einstaka aðilum á þjónustuvef Creditinfo eða notast við vefþjónustu sem gerir þeim kleift að tengjast kerfinu í gegnum sín eigin kerfi.
„Að öllu jöfnu sýnir skuldastöðukerfið helstu skuldir fyrirtækja hverju sinni og raun stöðu þeirra. Hefur þetta veitt okkur enn betri innsýn í stöðu félaga á hverjum tíma og höfum við stundum talað um að þetta sé eins og búið sé að kveikja ljósin í herberginu. Svo spilar lánshæfismatið vel með skuldastöðukerfinu þar sem það sýnir meira sögulega þróun félaga."