Uppfletting í skuldastöðukerfinu skilar yfirliti yfir skuldbindingar viðkomandi, stöðu á vanskilaskrá Creditinfo (á forminu „já“ eða „nei“) og hvort einstaka lán séu eru í vanskilum hjá kröfuhafa, óháð vanskilaskrá Creditinfo.
- Yfirdráttarlán – Yfirdráttarlán á tékkareikningi, hvort sem er í íslenskum krónum eða erlendum gjaldmiðli.
- Staða kreditkorta – Staða úttekta á kreditkortum á fyrirspurnartíma hverju sinni, sótt frá kortaútgefanda.
- Lánasamningar
- Víxlar
- Ábyrgðir – Bankaábyrgðir og aðrar ábyrgðir en sjálfsskuldarábyrgðir og fasteignaveðsábyrgðir.
- Erlend lán – Skuldabréf í erlendum gjaldmiðli.
- Skuldabréf – Skuldabréf eru skuldarviðurkenning sem skuldbindur lántaka til að greiða skuldina til baka samkvæmt ákveðnum skilmálum og greiða vexti eða annað sem tekið er fram í skuldabréfinu.
- Fjölgreiðslur – Fjölgreiðslur/greiðsludreifing eru t.d. skipting á reikningum í nokkra mánuði. Kortaútgefendur sjálfir, bankar og sparisjóðir, eru eigendur slíkra krafna og sjá um miðlun þessara upplýsinga, ekki kortafyrirtækin.
- Eignaleigusamningar – Samningar um fjármögnun lausafjár (t.d. bíla- og kaupleigusamningar). Hið fjármagnaða er í eigu fjármögnunaraðilans á samningstíma en oftast eignast skuldari lausaféð í lok samnings.
- Rekstrarleigusamningar – Samningar um fjármögnun lausafjár (t.d. bíla- og kaupleigusamningar). Hið fjármagnaða er í eigu fjármögnunaraðilans á samningstíma en oftast eignast skuldari lausaféð í lok samnings.
- Innheimtuskuldabréf – Aðeins miðlað þegar Fjármálafyrirtæki X sér um miðlun upplýsinga fyrir Fjármálafyrirtæki Y, sem þrátt fyrir það eru birtar undir nafni Fjármálafyrirtækis X í skuldastöðukerfinu. Fjármálafyrirtæki X getur miðlað upplýsingum fyrir Fjármálafyrirtæki Y á grundvelli samnings þeirra í milli eða á grundvelli samnings Fjármálafyrirtækis Y við Creditinfo um þátttöku í skuldastöðukerfinu. Fjármálafyrirtæki X þarf að upplýsa Creditinfo um þau fjármálafyrirtæki sem það miðlar upplýsingum fyrir í skuldastöðukerfið.