Þekktu viðskiptavininn
Betri ákvarðanir
Gagnalausnir
Markaðslausnir
Innheimtukerfi Creditinfo heldur utan um löginnheimtu og er aðgengilegt í þægilegu vefviðmóti. Kerfið býður uppá samþættingu við aðra þjónustu Creditinfo, eins og kröfupott bankanna, vanskilaskrá, eignaleit og þjóðskrá.
Kerfið leysir eldra kerfi, IL+ af hólmi en hægt er að flytja gögn úr því kerfi yfir í það nýja.
Í boði er að sækja kröfur úr kröfupotti bankanna og vinna með þær. Allar nauðsynlegar upplýsingar um tengda aðila eru sóttar í þjóðskrá og fyrirtækjaskrá til að einfalda skráningu krafna.
Fastanúmer sem hafa skráð veð í Innheimtukerfi Creditinfo, eru vöktuð og borin saman við auglýst uppboð. Slíkar færslur eru merktar en einnig má nálgast auglýsingar um önnur uppboð.
Hægt er að kanna stöðu aðila sem tengjast kröfum í vanskilaskrá og senda inn mál til skráningar sé þess þörf.
Hægt er að sækja veð fyrir þær eignir sem tengjast kröfunum úr fasteignaskrá og ökutækjaskrá.
Innheimtukerfið heldur utan um færslur og útreikninga krafna s.s. höfuðstóla, kostnað, vexti, innborganir og skilagreinar, auk upplýsinga um þá aðila sem málunum tengjast. Hægt er að skoða málsögu og kalla fram ýmis konar lista yfir kröfur af tiltekinni tegund og/eða sögu.
Í kerfinu eru bókaðar inn aðgerðir s.s. þingfestingar, fyrirtökur, birtingar og aðrar mikilvægar dagsetningar. Kerfið heldur utan um aðgerðardaga og áminnir um atriði sem þarf að bregðast við.
„Innheimtukerfið hefur klárlega flýtt fyrir innheimtuferlinu þar sem þetta er svo miklu aðgengilegra. Ferillinn er miklu greiðari og óhjákvæmlega skilar þetta meiri heimtum samhliða.“