Nýttu þér áreiðanlegar heimildir um stöðu fyrirtækja og taktu upplýstar ákvarðanir. Einstaklingar geta með auðveldum hætti keypt upplýsingar um fyrirtæki í gegnum MittCreditinfo.
Sláðu inn nafn eða kennitölu og aflaðu upplýsinga um eignarhald, ársreikninga, lánshæfismat o.fl.
Viltu vita hvort fyrirtæki geti staðið við skuldbindingar sínar? Lánshæfismatið metur líkur á vanskilum tólf mánuði fram í tímann. Þannig færðu betri mynd af stöðu fyrirtækis áður en stofnað er til viðskipta.
Veistu hverjir eru endanlegir eigendur fyrirtækisins?Skoðaðu hvaða einstaklingar standa að baki fyrirtækinu, hver hlutur þessa einstaklinga er og í gegnum hvaða fyrirtæki tengslin eru.
Sértu að greina ársreikninga þá borgar sig að sækja innslegna ársreikninga. Þeim fylgir samanburður síðustu tveggja reikningsára,myndræn framsetning og hægt er að hlaða gögnunum niður á Excel-sniði tilfrekari úrvinnslu.
Með áskrift að Creditinfo hefur þú aðgang að enn fjölbreyttari gögnum sem stuðla aðmarkvissari ákvörðunum í viðskiptum. Innifalið með áskrift er vöktun áársreikningaskilum félaga, breytingum í hlutafélagaskrá ásamt vöktun á lánshæfismati og vanskilastöðu viðskiptavina þinna. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar úr vanskilaskrá, þjóðskrá, ökutækjaskrá og margt fleira.