Hvernig virkar Viðskiptabrú Creditinfo?
Viðskiptabrú Creditinfo er lausn sem sjálfvirknivæðir umsóknar- og þjónustuferla fyrirtækja á einfaldan og skilvirkan hátt. Hún gerir fyrirtækjum kleift að taka á móti umsóknum, vinna úr þeim með rauntímagögnum og veita sérsniðin svör á örfáum mínútum. Lausnin nýtir gögn og rafræna auðkenningu til að tryggja öryggi og nákvæmni í ákvörðunum. Með rauntímatilkynningum og ítarlegu yfirliti yfir umsóknarferla eykst rekjanleiki og skilvirkni í starfsemi fyrirtækja. Fyrirtæki geta þannig veitt betri og hraðari þjónustu, aukið ánægju viðskiptavina og sparað bæði tíma og kostnað.
Hvað er innifalið í Viðskiptabrú Creditinfo?
Umsóknarvefur fyrir viðskiptavini
- Umsækjandi fluttur á umsóknarvefinn og til baka með hlekk
- Þemað viðmót og ferli sem sniðið er að þörfum viðskiptavina
- Sérsniðin skilaboð/svör við umsóknum
Samþætting við gagnalindir og lausnir
- Gögn Creditinfo og/eða gögn viðskiptavina
- Rafrænar auðkenningar- og undirritunarlausnir
- Lausnir Creditinfo á borð við Snjallákvörðun, Áreiðanleikamat, o.fl.
Tilkynningar í rauntíma
- Viðskiptavinur fær samstundis tilkynningu um nýjar umsóknir
- Hlekkur á allar forsendur umsóknar inni á þjónustuvef Creditinfo
- Starfsmannaviðmót sem er aðgengilegt á þjónustuvef Creditinfo
- Yfirlit yfir allar umsóknir, nýjar og sögulegar, ásamt ítarlegum forsendum umsókna