Þekktu viðskiptavininn
Betri ákvarðanir
Gagnalausnir
Markaðslausnir
Viðskiptabrú Creditinfo er lausn sem sjálfvirknivæðir umsóknar- og þjónustuferla fyrirtækja á einfaldan og skilvirkan hátt. Hún gerir fyrirtækjum kleift að taka á móti umsóknum, vinna úr þeim með rauntímagögnum og veita sérsniðin svör á örfáum mínútum. Lausnin nýtir gögn og rafræna auðkenningu til að tryggja öryggi og nákvæmni í ákvörðunum. Með rauntímatilkynningum og ítarlegu yfirliti yfir umsóknarferla eykst rekjanleiki og skilvirkni í starfsemi fyrirtækja. Fyrirtæki geta þannig veitt betri og hraðari þjónustu, aukið ánægju viðskiptavina og sparað bæði tíma og kostnað.
„[Viðskiptabrúin] sér um þetta allt án þess að við þurfum að koma að því handvirkt. Við fáum allar upplýsingar sem við þurfum, og umsækjandinn klárar fyrstu áreiðanleikakönnunina á skilvirkan hátt.“
Viðskiptabrúin hefur hjálpað okkur að auka skilvirkni í rekstri með bæði sjálfvirknivæðingu á umsóknarferli viðskiptavina og ákvörðunartöku um viðskiptasambönd. Viðskiptabrúin hefur sömuleiðis stuðlað að jákvæðri upplifun viðskiptavina þar sem svartími umsókna er mun minni en áður.