Áreiðanleikaskýrsla stjórnenda
Áreiðanleikaskýrsla er greining á hlutafélagaþátttöku einstaklings auk sögulegs yfirlits. Að auki er samantekt á fjölmiðlaumfjöllun á umræddu tímabili. Skýrslan veitir góða yfirsýn yfir orðspor og árangur stjórnenda fyrirtækja og getur verið dýrmætt innlegg í ákvarðanatöku við ráðningar eða hagsmunaskráningu hjá hinu opinbera.
Sýniseintak: Áreiðanleikaskýrsla
Tengsl stjórnenda
Tengsl stjórnenda er ítarleg samantekt á upplýsingum um tengsl stjórnenda og fyrirtækja. Fram koma meðal annars upplýsingar um eigendur og hluthafa, hlutafélagaþátttöku stjórnarformanns og framkvæmdastjóra og dóttur- og hlutdeildarfélög, ásamt ársniðurstöðum tengdra félaga.
Sýniseintak: Tengslaskýrsla
Fyrirtækjaskrá
Fyrirtækjaskráning birtir upplýsingar um helstu aðstandendur félags, tilgang, skráð hlutafé og hverjir skipa stjórn þess. Auk þess að sjá gildandi skráningu félags má nálgast eldri gögn.
Sýniseintak: Hlutafélagaskrá
Félagaþátttaka
Skýrsla um félagaþátttöku inniheldur upplýsingar um tengsl einstakra aðila við félög sem skráð eru í fyrirtækjaskrá. Þar má einnig sjá stöðu aðila hjá félaginu, svo sem hvort viðkomandi er stjórnarformaður, varamaður, framkvæmdastjóri, prókúruhafi, endurskoðandi eða stofnandi.
Sýniseintak: Félagaþátttaka