Fréttir
Fréttir af Creditinfo
Vanskil
Lánshæfimat

Ný reglugerð um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust

30.8.2023

1. september 2023 tekur gildi ný reglugerð um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust. Reglugerðin hefur áhrif á starfsemi Creditinfo og þ.a.l. á þá einstaklinga og lögaðila sem skráðir eru á vanskilaskrá og við vinnslu á skýrslu um lánshæfi einstaklinga og fyrirtækja. Áskrifendur Creditinfo munu einnig finna fyrir breytingum á þjónustuvef Creditinfo auk breytinga í vefþjónustum vegna reglugerðarinnar.

Hér fyrir neðan verða meginatriði þeirra breytinga sem koma í kjölfar reglugerðarinnar tilgreindar.

Áskrifendur Creditinfo

Helstu breytingar frá sjónarhóli áskrifenda Creditinfo er að nú er gerð krafa um að tilgreina ástæðu uppflettingar bæði í lánshæfismati og í VOG vanskilaskrá. Þetta á bæði við um uppflettingu í lánshæfismati og þegar kennitala fyrirtækis eða einstaklings er sett í vöktun. Einstaklingum og lögaðilum verður gert viðvart sé lánshæfismati eða stöðu þeirra í VOG vanskilaskrá flett upp, vöktun hafin eða vöktun hætt.  

Skilmálar áskriftarsamninga hafa verið uppfærðir með tilliti til reglugerðarinnar og eru aðgengilegir hér.

Einstaklingar og lögaðilar

Einstaklingar og lögaðilar fá auknar tilkynningar sé upplýsingum um lánshæfi þeirra eða stöðu gagnvart vanskilaskrá flett upp eða vaktað. Tilkynningar eru sem fyrr aðgengilegar á Mitt Creditinfo og sendar í bréfpósti eftir þörfum.

Ef einhverjar spurningar vakna um nýja reglugerð eða vörur og þjónustu Creditinfo er hægt að hafa samband við creditinfo@creditinfo.is.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna