Snjallákvörðun
Betri ákvarðanir
Sjálfvirkar ákvarðanir

Snjallákvörðun fyrir reikningsviðskipti

Skráning viðskiptavina í reikningsviðskipti krefst mikillar nákvæmni og vinnu. Mistök í ferlinu geta leitt til tafa og, í versta falli, tapaðra krafna. Forsjálir stjórnendur setja sér vinnureglur um ferlið til að hámarka innheimtu krafna. Hins vegar geta slíkar reglur reynst erfiðar í framkvæmd, einkum þegar umsóknir eru margar og handavinna við gagnaöflun og skráningu er mikil.

Umsóknir þurfa oft að fara í gegnum marga aðila, sem eykur líkur á mannlegum mistökum og veldur óþarfa töfum fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini.

Hvað er Snjallákvörðun?

Snjallákvörðun Creditinfo er ný lausn sem einfaldar ákvarðanatöku í reikningsviðskiptum. Fyrirtæki ákveða sjálf hvaða gögn og viðmið þau vilja byggja á, og sérfræðingar Creditinfo aðstoða við uppsetningu og ráðgjöf. Snjallákvörðun er aðgengileg í gegnum þjónustuvef Creditinfo og í gegnum vefþjónustu, þar sem starfsmenn geta metið viðskiptavini nánast samstundis.

Þessi lausn sparar tíma, eykur skilvirkni og veitir fyrirtækjum mikilvægt samkeppnisforskot með því að bæta þjónustu við viðskiptavini.

Helstu kostir Snjallákvörðunar

Sjálfvirkni og tímasparnaður

Með Snjallákvörðun losna starfsmenn undan handvirkri úrvinnslu upplýsinga. Kerfið tekur ákvarðanir á örskotsstundu, sem tryggir bæði hraða og nákvæmni.

Sérsniðnar reglur

Hver ákvörðun er byggð á sértækum viðmiðum fyrirtækisins, svo sem lánshæfismati eða viðskiptasögu. Þetta tryggir að ákvarðanir séu í samræmi við stefnu og áhættustýringu fyrirtækisins.

Aukið öryggi

Með áreiðanlegum gögnum og greiningum dregur lausnin úr hættu á svikum og töpuðum kröfum. Þetta er sérstaklega mikilvægt í reikningsviðskiptum þar sem áhættan getur verið talsverð.

Yfirsýn í rauntíma

Lausnin býður upp á fullkomna yfirsýn yfir allar ákvarðanir og forsendur þeirra. Þetta eykur gagnsæi og gerir eftirlit og endurskoðun einfaldari.

Einföld innleiðing

Snjallákvörðun krefst lítillar innleiðingar og fellur auðveldlega að núverandi kerfum. Þetta gerir hana að hagkvæmum valkosti fyrir fyrirtæki af öllum stærðum.

Dæmi um reglur fyrir reikningsviðskipti

Snjallákvörðun auðveldar fyrirtækjum að setja skýr skilyrði fyrir reikningsviðskiptum, svo sem:

  • Umsækjandi þarf að vera prókúruhafi félagsins.
  • Lánshæfismat félags skal vera yfir tilteknu marki.
  • Félagið má ekki vera á vanskilaskrá Creditinfo.
  • Rekstrartekjur, EBITDA, eða eiginfjárhlutfall skulu uppfylla gefin skilyrði.

Sjálfvirk úrvinnsla Snjallákvörðunar tryggir þannig að allar umsóknir séu metnar á sanngjarnan og skjótan hátt.

Vilt þú vita meira um hvernig Snjallákvörðun Creditinfo getur nýst þínu fyrirtæki? Pantaðu kynningu og við aðstoðum þig við að finna lausn sem hentar þínum þörfum.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.