Fréttir
Fréttir af Creditinfo
Betri ákvarðanir
Tilkynningar

Uppfært aðilaspjald á þjónustuvef Creditinfo

21.2.2024

Til að tryggja að aðgengi viðskiptavina okkar að gögnum og annarri þjónustu Creditinfo sé eins gott og kostur er á höfum við uppfært aðilaspjald á þjónustuvef Creditinfo. Þegar fyrirtæki er flett upp á þjónustuvef Creditinfo eru allar helstu upplýsingar aðgengilegri og settar fram með skýrari hætti en áður svo hægt sé að taka upplýstari ákvarðanir í viðskiptum.

Til viðbótar við hefðbundnar upplýsingar sem hafa verið aðgengilegar um fyrirtæki á þjónustuvef Creditinfo er nú hægt að greina betur orðsporsáhættu fyrirtækja með því að skoða fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtæki og dómsmál tengd þeim.

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þær breytingar sem fylgja uppfærðu aðilaspjaldi á þjónustuvef Creditinfo. Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband.

Yfirlit

Helstu upplýsingar um fyrirtækið eru aðgengilegar um leið og aðilaspjaldið er opnað og auðveldara er að sækja þær upplýsingar sem oftast eru sóttar: Lánshæfismat, gildandi skráningu, endanlega eigendur og ársreikninga. Einnig er auðvelt að bæta fyrirtæki við í Fyrirtækjavakt eða Viðskiptamannavakt með því að smella á hnappinn við hliðina á nafni fyrirtækis.

Upplýsingar úr fyrirtækjaskrá

Auðvelt er að sjá allar helstu upplýsingar úr fyrirtækjaskrá um fyrirtækið eins og kennitölu, VSK númer, rekstrarform og starfsemi með því að smella á „Upplýsingar úr fyrirtækjaskrá“. Þar er einnig hægt að sækja Gildandi skráningu, Hluthafa, Innslegna ársreikninga og Breytingarsögu.

Orðspor fyrirtækis

Fleiri upplýsingar en fjárhagsupplýsingar þurfa að koma við sögu við mat á viðskiptavini. Til að einfalda mat á fyrirtækjum bjóðum við nú upp á einfalda leið til að greina orðspor fyrirtækja út frá fjölmiðlaupplýsingum og tengdum dómsmálum. Hægt er að sjá aðgengilegt yfirlit yfir nýjustu fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtæki auk yfirlits yfir dómsmál sem tengjast fyrirtækinu.

Virðisaukandi mat á viðskiptavinum

Nú er einfaldara en áður að sækja virðisaukandi þjónustu frá Creditinfo til að auðvelda mat á viðskiptavinum. Hægt er að framkvæma sjálfvirkt mat á rekstrarhæfi viðskiptavina með Snjallákvörðun Creditinfo, framkvæma áreiðanleikakannanir á viðskiptavinum o.fl. með Áreiðanleikamati Creditinfo auk þess sem hægt er að sækja sjálfbærniupplýsingar um fyrirtæki.

Yfirlit yfir helstu gögn og upplýsingar

Helstu gögn um fyrirtæki eru sýnileg eftir tilgangi uppflettinga. Vinstra megin er hægt að sjá öll helstu gögn sem tengjast mati á viðskiptavinum, aðilar sem starfa við innheimtu geta nálgast gögn sem tengjast innheimtu og hægra megin eru svo öll helstu gögn sem Creditinfo hefur að geyma um fyrirtæki í einu aðgengilegu yfirliti.

Ársreikningar, skönnuð skjöl og eldri skráningar úr fyrirtækjaskrá

Nú er auðveldara en áður að nálgast yfirlit yfir pdf eintök af eldri ársreikningum fyrirtækis, skönnuð skjöl frá fyrirtækjaskrá tengd fyrirtæki á borð við samþykktir, samrunagögn, aukatilkynningar, stofngögn o.fl auk eldri skráningar fyrirtækis í fyrirtækjaskrá.

Breytingar á skráningu úr fyrirtækjaskrá

Með einföldum hætti er nú hægt að sækja samanburð á gildandi skráningu við eldri skráningar úr fyrirtækjaskrá. Þannig er einfalt að sjá nákvæmlega hvaða breytingar hafa átt sér stað á ákveðnum tímabilum og afmarka við tegund breytinga.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna