Viðskiptamannavaktin
Betri ákvarðanir

Hvernig uppfæri ég vakthólf í Viðskiptamannavaktinni?

16.1.2024

Með Viðskiptamannavakt Creditinfo gefst þér kostur á að vakta breytingar sem kunna að verða hjá samstarfsaðilum og viðskiptavinum svo þú getir lágmarkað afskriftir. Viðskiptamannavaktin vaktar breytingar sem kunna að verða á lánshæfi og vanskilastöðu viðskiptavina þinna og tilkynnir um þær daglega með tölvupósti. Á þjónustuvef Creditinfo gefst þér einnig kostur á að fá yfirsýn yfir dreifingu á áhættu í þínu viðskiptasafni og tekið út lista yfir áhættusama viðskiptavini.

Til að Viðskiptamannavaktin nýtist sem best er mikilvægt að hafa uppfærða stöðu viðskiptamanna í vakt hverju sinni. Það er einfalt mál að uppfæra vakthólfið í Viðskiptamannavaktinni en í myndbandinu hér fyrir neðan er hægt að finna ítarlegar leiðbeiningar:

Uppfærsla á vakthólfi

Þrjár leiðir eru færar til að uppfæra vakthólf viðskiptamannavaktar.

Fyrir ofan „Stöðuna“ á þínu safni hefur þú val um að „Uppfæra“ vakthólfið þitt. Þar getur þú annars vegar valið um að „Slá inn kennitölur“ og hins vegar um að „Hlaða inn skjali“.

1.    Slá inn kennitölur

Ef þú velur um að slá inn kennitölur þá getur þú slegið inn stakar kennitölur í vakthólfið. Ef þú vilt bæta við fleiri en einni kennitölu þá þarftu að hafa kommu á milli þeirra.

Dæmi:

1234567891,1234567892,1234567893 …

Þegar þú hefur lokið við að slá inn þær kennitölur sem þú vilt bæta við þá smellir þú á „Staðfesta“ til að bæta þeim við á vaktina þína.

2.    Hlaða inn skjali

Hér getur þú sent inn skjal á forminu .txt, .csv eða .xlsx. Ef skráin er á forminu .xlsx þurfa kennitölurnar að vera í fyrsta dálk skjalsins. Ef skráin er á forminu .txt eða .csv þurfa kennitölurnar að vera aðskildar með kommu.

3.    Hak á fyrirtækjaspjaldi

Hægt er að skrá fyrirtæki í vakt þegar þú ert með fyrirtækjaspjaldið opið á þjónustuvefnum. Þá smellir þú á „Setja í vakt“ efst í hægra horninu yfir grunnupplýsingum um fyrirtækið. Að því loknu velur þú hvort þú viljir bæta fyrirtækinu við í Fyrirtækjavaktina eða í Viðskiptasafnið.

Einnig eru þrjár leiðir til þess að fjarlægja kennitölur af vakt   

1.    Hlaða inn skjali  

Ef smellt er á „UPPFÆRA“ takkan sem er staðsettur fyrir ofan töflu fyrirtækjavaktarinnar birtist fellilisti. Þar er hægt að smella á „Fjarlægja aðila úr vakt“. Skjalið sem hlaðið er inn þarf að vera á á forminu .txt, .csv eða .xlsx og kennitölurnar þurfa að vera í fyrsta dálki og aðeins ein kennitala í hverri línu.   

2.    Smella á “ruslatunnuna” í vakthólfi vaktarinnar   

Ef opnað er „Vakthólf“ vaktarinnar birtast ruslatunnur á hægri hlið. Ef smellt er á þær fær notandinn upp nýjan glugga. Þar getur notandi staðfest að fjarlægja eigi þessa kennitölu af vaktinni   

3.    Hak á fyrirtækjaspjaldi  

Ef leitað er eftir fyrirtæki og smellt á “ER Í VÖKTUN” á aðilaspjaldi viðkomandi fyrirtækis opnast ný síða. Á þeirri síðu er hægt að smella á hakið þannig að það sýni „nei“ og þar með hefur kennitalan verið fjarlægð af vaktinni.   

Uppfærsla á fyrirtækjaspjaldi

Þegar fyrirtæki eða einstaklingur er í vöktun er nú með einföldum hætti hægt að sjá hver lánshæfiseinkunn þeirra er þegar viðkomandi er flett upp á fyrirtækjaspjaldi.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.