Betri ákvarðanir
Lánshæfimat

Hvernig verður lánshæfismat til?

6.3.2023

Lánshæfismat Creditinfo hefur verið nýtt af fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi við að meta viðskiptavini með góðum árangri. Lánshæfismat fyrirtækja byggir á stærsta grunni viðskiptaupplýsinga á Íslandi og metur líkurnar á vanskilum tólf mánuði fram í tímann. Með Lánshæfismati fyrirtækja er hægt að leggja mat á hvort fyrirtæki sé líklegt til að standa við skuldbindingar sínar út frá einfaldri einkunnagjöf á skalanum 1-10 þar sem 1 er besta einkunnin. Nánari upplýsingar um lánshæfismat fyrirtækja og áhrifaþætti þess er að finna hér.

En hvernig er lánshæfismatið búið til? Að hverju þarf að huga þegar vanskilalíkur fyrirtækja eru metnar og hvernig stendur lánshæfismat Creditinfo samanburð við aðrar leiðir til að meta rekstur fyrirtækja?

Búum til einfalt líkan

Til að komast að því getum við prófað að búa til einfalt lánshæfismat frá grunni. Lánshæfismat snýst í eðli sínu um að taka saman margar ólíkar upplýsingar niður í eina tölu sem gefur til kynna líkur á fjárhagslegum erfiðleikum. Það er svo ólíkt meðal líkana hverju nákvæmlega er verið að spá fyrir um (þ.e. alvarleika vanskila, útkomuglugga o.s.frv.), og á hvernig formi spágildið er.

Þegar fræðimenn reyna að útbúa slík spálíkön er algengt að geyma niðurstöður þjálfunar á formi „skorkorts“, þ.e. uppflettitafla sem sýnir hversu mörg stig aðilar fá fyrir hverja breytu, og hvernig eigi að skipta heildarstigafjölda í mismunandi áhættuflokka.

Það getur verið breytilegt hvaða upplýsingar fara inn í gerð lánshæfismats hverju sinni. Til að fá einfalda mynd af því hvernig lánshæfismat er unnið þá skulum við byrja á því að búa til einfalt lánshæfismat sem lítur einungis til tveggja þátta:

  1. Eigið fé/skuldir
  2. Meðalaldur stjórnar

Fyrri breytan kemur úr ársreikningi félaga og seinni breytan úr Fyrirtækjaskrá.

Við sjáum að báðar breytur sýna tengsl við vanskil, og í báðum tilfellum minnka vanskil eftir því sem gildi breytunnar eykst. Í þessu tilfelli er auðvelt að útskýra hegðunina, þ.e. að meira eigið fé (sett í samhengi við skuldir) minnki líkur á vanskilum og að eldri stjórnir séu ólíklegri til að fara í vanskil. Það er ekki þar með sagt að yngra fólk sé verr í stakk búið til að stjórna fyrirtækjum. Sennilegri skýring er að yngri einstaklingar séu líklegri til að vera í stjórn nýrra fyrirtækja, og ný fyrirtæki séu líklegri til að fara í vanskil en þau sem eldri eru.

Eftir að búið er að velja breytur getum við þjálfað líkanið. Líkanið þarf að sameina upplýsingar úr öllum breytum á eins góðan máta og hægt er (e. optimal). Það þarf einnig að taka tillit til þess hversu háðar breyturnar eru innbyrðis. Segjum sem svo að gildi fyrri breytunnar myndi algjörlega ákvarða gildi seinni breytunnar (t.d. að mikið eigið fé hafi í för með sér að stjórnin sé gömul). Í því tilfelli eru engar auka upplýsingar sem bætast við með því að hafa seinni breytuna með í líkaninu. Myndin hér fyrir neðan sýnir útkomuna úr þjálfun líkansins, þar sem búið er að sameina upplýsingar úr báðum breytum.

Í flokki 1 eru 5% fyrirtækja, og 1% mun fara á vanskilaskrá innan árs. Í flokki 5 eru aftur á móti 1% fyrirtækja, og 14% mun fara á vanskilaskrá innan árs.

Við getum teiknað mynd af aðskilnaðargetu líkansins, þ.e. getu þess að skilja á milli þeirra sem munu fara í vanskil og þeirra sem munu ekki gera það, sem notar flokkana 5 að ofan. Brotalínan sýnir líkan þar sem spágetan er engin, þ.e. ef við fáum annars vegar félag sem fór á vanskilaskrá, og hins vegar félag sem fór ekki á vanskilaskrá, þá eru helmingslíkur á að líkanið geri greinarmun á þeim (þ.e. líkanið kastar peningi til að flokka þessi 2). Því nær sem ferillinn kemst vinstri topppunkti grafsins, því meiri er aðskilnaðargetan.

Lánshæfismat Creditinfo

Bætum nú við ferli fyrir lánshæfismat Creditinfo. Þegar búið er að sameina allar gagnalindirnar er hægt að finna um 5.000 fyrirtæki þar sem vanskilatíðnin er einungis 0,2% (flokkur 1). Engin stök gagnalind getur fundið svoleiðis hóp. Þessi fyrirtæki þurfa því að skora hátt í breytum úr mörgum gagnalindum.

Hér sést glögglega að spágeta Lánshæfismats Creditinfo er umtalsvert betri en spágetan úr einfalda líkaninu hér fyrir ofan. Ótal þættir fara í gerð lánshæfismats Creditinfo sem sérfræðingar Creditinfo yfirfara reglulega til að tryggja að lánshæfismatið veiti eina verðmætustu vísbendingu um heilbrigði fyrirtækja sem völ er á.

Með aðgangi að stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi tekur þú markvissari ákvarðanir í viðskiptum. Kynntu þér áskriftarleiðirnar sem standa til boða hjá Creditinfo.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.