Verðmat fasteigna
Betri ákvarðanir
Fréttir
Fréttir af Creditinfo

Verðmat fasteignasafna

26.2.2025

Áreiðanlegar upplýsingar um fasteignir skipta miklu máli við upplýsta ákvarðanatöku í rekstri og fjárfestingum. Til að nálgast áreiðanlegar upplýsingar er því mikilvægt að byggja á traustum gögnum um markaðsverðmæti fasteigna.

Hjá Creditinfo er hægt að nálgast upplýsingar um fasteignir frá HMS auk þess sem að hægt er að sækja ítarlegar upplýsingar um áætlað markaðsvirði fasteigna sem byggja bæði á opinberum upplýsingum um fasteignir auk upplýsinga um þróun á fasteignamarkaði.

Því til viðbótar er hægt að fá sérstaka greiningu á fasteignasafni íbúðaeigna út frá ofangreindum upplýsingum. Kostirnir við slíka greiningu eru margir:

Betri yfirsýn yfir eignir og virði þeirra

Að þekkja markaðsverðmæti fasteigna er grunnforsenda þess að taka upplýstar ákvarðanir um rekstur og fjármál fyrirtækja sem annað hvort fjárfesta í íbúðahúsnæði eða banka sem veita íbúðalán. Fasteignaverðmat Creditinfo veitir góða mynd af virði hverrar fasteignar í eignasafni, hvort sem þarf að meta stærri fasteignasöfn eða stakar fasteignir.

Skipulagning fjárhags og rekstraráætlana

Rétt metnar eignir skipta sköpum þegar sækja þarf um lán, endurskipuleggja skuldir eða auka eiginfjárhlutfall. Í slíkum aðstæðum geta rangar eða ófullnægjandi upplýsingar valdið töfum og fjárhagslegu tjóni. Með fasteignaverðmati Creditinfo geta fyrirtæki byggt sínar fjárhagsáætlanir á áreiðanlegum forsendum.

Möguleikar til vaxtar

Skynsamur vöxtur fyrirtækja byggir á nákvæmum áætlunum og greiningum. Þegar fyrirtæki ætla sér að víkka út starfsemi sína, getur rétt mat á fasteignum haft mikil áhrif á fjárfestingagetu. Creditinfo tryggir nákvæmar og uppfærðar upplýsingar sem skipta sköpum í fjármögnunarferli fyrirtækja.

Aukið gagnsæi fyrir hagsmunaaðila

Hvort sem um er að ræða samtal við lánastofnanir, hluthafa eða aðra hagsmunaaðila, er mikilvægt að geta rökstutt áætlanir með áreiðanlegum gögnum. Verðmatslausn Creditinfo býður uppá óháð verðmat og mikið magn gagna sem tryggja fagleg vinnubrögð í samskiptum við  hagsmunaaðila.

Verðmat fasteigna frá Creditinfo gerir fyrirtækjum kleift að ná betri yfirsýn yfir eignastöðu sína og styður við skynsamlegar fjárfestingar. Með lausnum sem byggja á áreiðanlegum gögnum hjálpar Creditinfo fyrirtækjum að taka upplýstar ákvarðanir sem skila árangri.

Vilt þú vita meira um hvernig Fasteignaverðmat Creditinfo getur nýst þínu fyrirtæki? Pantaðu kynningu og við aðstoðum þig við að finna lausn sem hentar þínum þörfum.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.