Markaðslausnir

Þú finnur sterkasta markhópinn hjá Creditinfo

8.3.2023

Creditinfo hefur að geyma stærsta gagnagrunn fyrirtækjaupplýsinga á Íslandi. Á þeim grundvelli nálgast fjöldinn allur af viðskiptavinum Creditinfo upplýsingar til að taka markvissari ákvarðanir í viðskiptum.

Á meðal þess sem hægt er að nálgast hjá Creditinfo eru markhópalistar yfir tiltekin fyrirtæki. Hægt er að sækja lista yfir stærstu fyrirtæki landsins eftir veltu, eignum eða starfsmannafjölda, lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki eða sérsniðna lista afmarkaða við tilteknar atvinnugreinar eða landshlutum.

Mikill ávinningur er af markhópalista sem inniheldur aðeins álitlega viðskiptavini svo að ekki þurfi að eyða tíma og vinnu í að eltast við þá sem eru ólíklegir til farsælla viðskipta. En hvernig er hægt að ganga úr skugga um að upplýsingarnar um markhópinn séu áreiðanlegar? Eru fyrirtækin sem þú vilt hafa samband við ef til vill ekki í virkri starfsemi eða eru þau í fjárhagserfiðleikum?

Óþarfi að herja á óvirk fyrirtæki

Sérfræðingar Creditinfo hafa unnið sérstaka greiningu á því hvort fyrirtæki séu í virkri starfsemi eða ekki. Í hlutafélagaskrá eru rúmlega 49.100 lögaðilar en samkvæmt greiningu Creditinfo eru aðeins um 21.850 af þeim í virkri starfsemi, eða aðeins 45% allra fyrirtækja í hlutafélagaskrá. Allir markhópalistar Creditinfo eru sniðnir þannig að þeir sýna aðeins fyrirtæki í virkri starfsemi samkvæmt skilgreiningu Creditinfo.

Markhópalistar án áhættusamra fyrirtækja

Ef markhópalistar eru sóttir í þeim tilgangi að afla nýrra viðskiptavina er mikilvægt að hafa listana hnitmiðaða. Það getur reynst kostnaðarsamt að eyða óþarfa tíma í öflun viðskiptavina sem hafa ekki fjárhagslega burði til að halda uppi viðskiptasambandi til lengri tíma. Með Lánshæfismati Creditinfo er hægt að sníða markhópalistann enn frekar og afmarka listann aðeins við fyrirtæki sem hafa góða lánshæfiseinkunn. Fyrirtæki sem eru líkleg til að fara á vanskilaskrá eða eru þar nú þegar verða því ekki tekin með og eftir standa aðeins fyrirtæki í virkri starfsemi sem sýna fram á fjárhagslegt heilbrigði. Þannig getur þú tryggt að þú nálgist sterkasta markhópinn hverju sinni.

Markhópalistar Creditinfo eru afhentir sem Excel skjöl, sniðnir að þörfum þíns fyrirtækis.

Pantaðu markhópalista fyrir þitt fyrirtæki í dag

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna