Stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá Creditinfo Lánstraust hf. (hér eftir Creditinfo) nær til innri starfsemi fyrirtækisins og allrar þjónustu sem Creditinfo veitir viðskiptavinum. Stjórnkerfið nær til húsnæðis, vélbúnaðar, hugbúnaðar, þjónustu, ferla og starfsfólks.
Það er stefna Creditinfo að tryggja öryggi upplýsinga félagsins og viðskiptavina sinna m.t.t leyndar, réttleika og tiltækileika. Það er gert með því að fylgja markmiðum, lögum, reglum og leiðbeiningum fyrir stjórn upplýsingaöryggis.
Creditinfo er vottað samkvæmt ÍST ISO/IEC 27001:2013 – Stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi sem er grundvöllur skipulags og viðhaldsaðgerða.
Creditinfo endurskoðar þessa stefnu eins og tilefni er til en að lágmarki á tveggja ára fresti.
Reykjavík, 25. janúar 2024
Hrefna Sigfinnsdóttir
Framkvæmdastjóri Creditinfo