Breytingar á rekstarumhverfi

Creditinfo hefur frá því 2014 hýst allt rekstrarumhverfi sitt í gagnaveri Verne í Reykjanesbæ. Núna eftir áramót ætlum við að stíga það skref að útvista innviðarekstri til Sensa.

Sensa er sérhæfður þjónustuaðili á þessu sviði og munum við færa rekstrarumhverfi okkar yfir í Auðlindaþjónustu þeirra og fela þeim ábyrgð á rekstri grunninnviða.  Hjá Sensa starfar reynslumikill hópur sérfræðinga á hverju sviði innviðarekstrar og er fyrirtækið vottað skv. ISO 27001.