Reglulegar öryggisprófanir

Syndis er helsti ráðgjafi Creditinfo þegar kemur að netöryggismálum og hefur það samstarf varað í fjölda ára. Á árinu 2017 hefur Syndis framkvæmt mánaðarlegar veikleikagreiningar á innra og ytra umhverfi Creditinfo auk stærri verkefna á sviði kóðarýni og ítarlegri öryggisúttekta.

Núna í haust var framkvæmd umfangsmikil öryggisúttekt á vefum og vefþjónustum félagsins þar sem að reyndustu sérfræðingar Syndis reyndu að brjótast inn fyrir öryggismúra okkar.  Við erum stolt að segja frá því að niðurstöðurnar voru glæsilegar en þrátt fyrir ítarlegar tilraunir var ekki glufu að finna á varnarveggnum.