ISO vottun

Á árinu 2017 hefur verið unnið að innleiðingu á vottuðu stjórnkerfi upplýsingaöryggis samkvæmt ISO 27001 sem nær ekki einöngu til rekstrarumhverfis Creditinfo heldur til allrar innri starfsemi félagsins og þeirrar þjónustu sem við veitum viðskiptavinum okkar.

Fyrsta úttektin (Stage 1) verður núna um miðjan janúar 2018 og seinni úttekt (Stage 2) um 3 mánuðum síðar og í tæka tíð fyrir innleiðingu á nýrri persónuverndarlöggjöf (GDPR) hér á landi.  Mikil samlegð hefur verið með þessum verkefnum hjá okkur í haust þar sem vernd persónuupplýsinga og gögn viðskiptavina eru í fyrirrúmi.