Starfsmenn Creditinfo styrkja Hollvini Grensás

Árleg góðgerðarvika Creditinfo stóð yfir dagana 4-8.desember. Að þessu sinni söfnuðust 1,4 milljón sem renna til Hollvina Grensás.

Meðal viðburða voru hádegistónleikar með Jóni Jónssyni og bingó undir styrkri stjórn Loga Bergmanns. Þetta hefði ekki verið hægt nema fyrir tilstilli frábærra starfsmanna, listamanna og framúrskarandi viðskiptavina sem lögðu sitt af mörkum fyrir þetta góða málefni.