Framúrskarandi samstarf

Það gleður okkur að tilkynna að Morgunblaðið og Creditinfo hafa gert með sér samstarfssamning  í tengslum við viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki.

Í samstarfinu felst:

  • Sérblað um Framúrskarandi fyrirtæki sem dreift verður inn á öll heimili
  • Ítarleg umfjöllun í miðlum Árvakurs í prenti, útvarpi og á vefmiðlun
  • Sjónvarpað frá viðburðinum í Hörpu þann 24.janúar  

„Það verður spenn­andi að sjá nýj­ar áhersl­ur Morg­un­blaðsins í um­fjöll­un þess um fyr­ir­tæk­in á list­an­um og þann góða ár­ang­ur sem ein­kenn­ir framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki um allt land,“ seg­ir Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo.

Brynja Baldursdóttir og Sigurður Nordal handsala samkomulagið