Myndir af viðburðinum Myndir af fulltrúum Framúrskarandi fyrirtækjumViðburðinn í heild sinniFramúrskarandi samfélagsábyrgð

Marel hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð. „Það er sannarlega mikil hvatning fyrir okkur að fá verðlaun sem þessi og halda áfram á sömu braut,” segir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi.


Framúrskarandi nýsköpun

„Frumleg hugsun og sköpun er eitthvað sem við hjá Men & Mice leggjum mikið upp úr. Við erum snortin og stolt að fá verðlaun fyrir nýsköpun á þessum tímapunkti,” segir Magnús E. Björnsson forstjóri Men & Mice.Framúrskarandi fyrirtæki 2010 til 2019


Framúrskarandi frá upphafi

Creditinfo hefur greint rekstur íslenskra fyrirtækja og birt lista yfir þau fyrirtæki sem hafa sýnt fram á framúrskarandi og stöðugan árangur í rekstri. Á þessum tíu árum hafa rúmlega 1.500 fyrirtæki komist á lista Framúrskarandi fyrirtækja en einungis 69 fyrirtæki hafa setið á listanum öll tíu árin.

Listi yfir framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi


Viðtöl og áhugaverðar greiningar

Morgunblaðið er samstarfsaðili okkar í tilefni viðburðarins og var gefið út sérstakt blað með viðtölum við stjórnendur og eigendur framúrskarandi fyrirtækja.

Meira á mbl.is