Hvatningarverðlaun Creditinfo


Í ár hlaut Origo hf. hvatningarverðlaun Creditinfo fyrir framúrskarandi nýsköpun og fasteignafélagið Reginn hf. fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á sviði sjálfbærni. Verðlaunin fyrir sjálfbærni eru veitt í samstarfi við Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og nýsköpunarverðlaunin eru í samstarfi við Icelandic Startups.



Myndir af Framúrskarandi Fyrirtækjum






Framúrskarandi frá upphafi

Creditinfo hefur greint rekstur íslenskra fyrirtækja og birt lista yfir þau fyrirtæki sem hafa sýnt fram á framúrskarandi og stöðugan árangur í rekstri. Á þessum þrettán árum hafa 1.889 fyrirtæki komist á lista Framúrskarandi fyrirtækja en einungis 55 fyrirtæki hafa setið á listanum öll árin.

Listi yfir framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi


Viðtöl og áhugaverðar greiningar

Samhliða útgáfu listans yfir Framúrskarandi fyrirtæki gefum við út sérblað í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Þar má meðal annars finna listann yfir Framúrskarandi fyrirtæki, umfjöllun um fyrirtækin á lista og viðtöl við forsvarsmenn þeirra.

Meira á mbl.is