Framúrskarandi
Framúrskarandi
Framúrskarandi fyritæki
Fréttir
Fréttir af Creditinfo

1.131 Framúrskarandi fyrirtæki

31.10.2024

Creditinfo kynnti í gær sinn árlega lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki í Hörpu. Yfir þúsund manns mættu til að fagna þeim 1.131 fyrirtækjum sem stóðust ströng skilyrði Creditinfo til að verða Framúrskarandi fyrirtæki. Fyrirtækjum á listanum fjölgaði um 12% á milli ára.

Vörpum ljósi á hið jákvæða

Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, ávarpaði gesti og fagnaði því sérstaklega að fyrirtækjum á listanum hafi verið að fjölga þrátt fyrir hert skilyrði og krefjandi rekstrarumhverfi. „Þetta eru einungis um 2,5% af öllum fyrirtækjum á landinu svo árangur ykkar sem hér standið er einstakur,“ sagði Hrefna. „Það skiptir máli að setja ljósið á jákvæða hluti og það erum við einmitt að gera í dag. Því beinum við kastljósinu að gróskunni og vextinum í íslensku atvinnulífi og þeim sem skara þar fram úr.“

Framúrskarandi frá upphafi

Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri PFAFF, var sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar en PFAFF er á meðal aðeins 53 fyrirtækja sem hafa verið framúrskarandi frá upphafi. Fjallaði hún um hvað einkennir framúrskarandi fyrirtæki og ítrekaði mikilvægi þeirra fyrir íslenskt atvinnulíf.

Hvatningarverðlaun um sjálfbærni og nýsköpun

Að loknum erindum Hrefnu og Margrétar voru veitt sérstök hvatningarverðlaun um sjálfbærni . Hvatningarverðlaunin voru veitt í samstarfi við Festu - miðstöð um sjálfbærni. Það fyrirtæki sem hlaut hvatningarverðlaun um framúrskarandi framtak í umhverfismálum var Steypustöðin og hlaut Krónan sérstök hvatningarverðlaun um framúrskarandi nýsköpun á sviði sjálfbærnimála.


Veglegt sérblað fylgir Morgunblaðinu

Hægt er að sjá viðtöl við forsvarsmenn fjölbreyttra Framúrskarandi fyrirtækja ásamt áhugaverðri tölfræði í veglegu sérblaði Morgunblaðsins.

Upptaka af viðburðinum

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.