No items found.

73% fyrirtækja hafa skilað ársreikningi

10.9.2020

Alls hafa 26.537 fyrirtæki skilað ársreikningi fyrir reikningsárið 2019. Það jafngildir rúmum 73% af öllum þeim fyrirtækjum sem skiluðu ársreikningi í fyrra. Þessir ársreikningar eru allir aðgengilegir áskrifendum Creditinfo á þjónustuvef Creditinfo eða í gegnum vefverslun.

Eitt af skilyrðum fyrir því að teljast á meðal Framúrskarandi fyrirtækja fyrir rekstarárið 2019 er að skila ársreikningi á réttum tíma. Við hvetjum því fyrirtæki til að huga vel að ársreikningaskilum til að geta átt möguleika til að teljast á meðal Framúrskarandi fyrirtækja árið 2020.

Samkvæmt lögum um ársreikninga ber félögum að skila ársreikningi eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs. Þar sem flest félög hafa uppgjörstímabil frá janúar til desember er skilafresturinn í flestum tilvikum 31. ágúst á hverju ári. Vekja þarf athygli á því að ársreikningaskrá ríkisskattstjóra mælist til þess að félög fjalli sérstaklega um áhrif af kórónuveirunni (COVID-19) á afkomu og stöðu viðkomandi félaga í skýrslu stjórnar.

Á myndinni hér fyrir ofan sést hversu mörgum ársreikningum hefur verið skilað fyrir reikningsárið 2019 á hverjum mánuði ársins 2020. Ársreikningaskil fyrir reikningsárið 2019 fylgja sambærilegum takti og síðustu ár en frá árinu 2017 hefur fyrirtækjum fjölgað sem skilar ársreikningi á réttum tíma. Nánar um ársreikningaskil fyrri ára.

Fjölbreyttar leiðir til að nálgast ársreikninga

Ein skilvirkasta leiðin til að meta rekstrarhæfi fyrirtækja fæst með því að greina ársreikninga þeirra. Hægt er að nálgast ársreikninga annað hvort með áskrift að þjónustuvef Creditinfo eða í gegnum vefverslun. Hægt er að nálgast annað hvort skannað frumrit af ársreikningi frá RSK eða innslegið eintak af ársreikningnum. Með innslegnu eintaki er hægt að sækja upplýsingar úr ársreikningi á Excel-sniði til frekari greiningar.

Áskrifendur að Creditinfo geta gert gott betur og sótt skýrslu með upplýsingum úr ársreikningum fyrirtækja fimm ár aftur í tímann. Með þeim hætti er hægt að leggja greinargott mat á hvernig rekstur fyrirtækis hefur þróast í gegnum tímabilið og öðlast því dýpri sýn á rekstrarhæfi þess.

Með áskrift að Creditinfo gefst þér einnig færi á að fylgjast með ársreikningaskilum fyrirtækja. Ef fyrirtæki er ekki enn búið að skila nýjasta ársreikningi getur þú einfaldlega skráð félagði í vakt og fengið tilkynningu í tölvupósti þegar ársreikningurinn er tilbúinn. Nánar um Fyrirtækjavakt Creditinfo.

Með aðgangi að stærsta safni viðskiptaupplýsinga á Íslandi tekur þú markvissari ákvarðanir í viðskiptum. Kynntu þér áskriftarleiðirnar sem standa til boða hjá Creditinfo.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna