No items found.

Aldrei mikilvægara en nú

29.9.2020

„Aldrei hefur verið jafn mikilvægt og nú, þegar kórónuveiran hefur valdið miklum búsifjum í atvinnulífinu, að fyrirtæki flaggi því að þau séu framúrskarandi.“ Þetta segir Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo í viðtali við Morgunblaðið í morgun.

Í ár er ellefta árið sem listi yfir Framúrskarandi fyrirtæki er birtur en stefnt er að því að birta hann 21. október næstkomandi. Að sögn Gunnars eru fyrirtæki sem teljast til Framúrskarandi fyrirtækja árið 2020 fyrirtæki sem hafa farið sterk í kórónuveirufaraldurinn og því líkleg til að standa af sér áföll. „Þetta eru félög sem hafa sýnt stöðugan góðan rekstur í a.m.k. þrjú ár,“ segir Gunnar í samtali við Morgunblaðið.

Gunnar tekur fram að þótt matið á Framúrskarandi fyrirtækjum verðlauni fyrirtæki fyrir rekstrarárin 2019, 2018 og 2017 þá tekur það einnig mið af lánshæfismati fyrirtækja eins og það er í dag. „Það þýðir að það er ekki nóg að vera með góðar rekstrartölur 2019, heldur máttu ekki vera kominn í fjárhagsvandræði í dag.“

Annað sem litið er til við vinnslu listans er COVID-váhrifamat Creditinfo sem er mælikvarði sem metur óvissu í rekstrarumhverfi fyrirtækja vegna COVID-19 faraldursins. Mestu áhrifin eru á ferðaþjónustuna, að sögn Gunnars, en útlit er fyrir að þeim fyrirtækjum fækki á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki.

Rætt var við Gunnar í Morgunblaðinu 29. september 2020. Frétt um málið birtist einnig á mbl.is.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna