No items found.

Ársreikningum skilað fyrr

26.8.2021

Alls hefur 16.290 ársreikningum verið skilað til ársreikningaskrár fyrir reikningsárið 2020. Á sama tíma í fyrra var 15.504 ársreikningum skilað til ársreikningaskrár. Þetta jafngildir fjölgun á skiluðum ársreikningum um 5% á milli ára.

Á grafinu hér fyrir ofan sést samanburður á uppsöfnuðum fjölda ársreikninga fyrir skilaárið 2019 og 2020. Frá janúar til júlí má greina þó nokkra hlutfallslega aukningu í uppsöfnuðum fjölda reikninga (55% í febrúar, 31% í apríl, 14% í júlí) en í ágúst er uppsöfnuð auknin í fjölda komin niður í 9%.

Samkvæmt lögum um ársreikninga ber félögum að skila ársreikningi eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs. Þar sem flest félög hafa uppgjörstímabil frá janúar til desember er skilafresturinn í flestum tilvikum 31. ágúst á hverju ári. Skili félög ekki innan þess tímaramma þurfa þau að greiða sekt að upphæð 600.000 krónum.

Mánaðarleg aukning fram að ágúst er meiri en svo að hún verið útskýrð með fjölgun nýstofnaðra fyrirtækja sem hafa skilað sínum fyrsta ársreikningi fyrir reikningsárið 2020. Um 800 ný félög höfðu skilað ársreikningi fyrir reikningsárið 2020 um miðjan ágúst. Því er útlit fyrir að fleiri íslensk fyrirtæki séu farin að skila ársreikningum tímanlega en áður.

Á myndinni hér að neðan má sjá samanburð á aukningu í heildarfjölda ársreikninga og fjölda ársreikninga nýstofnaðra fyrirtækja árið 2021. Bláu súlurnar sýna að aukningin var mest fyrstu mánuði ársins en í lok sumars hefur hún dregist saman. Þá má sjá að hlutfall ársreikninga nýrra fyrirtækja af heildarfjölgun ársreikninga milli ára hefur aukist milli mánaða og er um 60% í ágúst.

Vakin er athygli á því að ein af skilyrðum fyrir því að fyrirtæki teljist á meðal Framúrskarandi fyrirtækja árið 2021 er að skila ársreikningi á réttum tíma. Nánari upplýsingar um Framúrskarandi fyrirtæki.

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna