Fréttir
Fréttir af Creditinfo
Greiningar
Framúrskarandi
Framúrskarandi fyritæki
Framúrskarandi

Byggingageirinn staðið nokkuð vel

24.10.2024

Und­an­far­in ár hafa reynst mörg­um fyr­ir­tækj­um erfið sök­um hárr­ar verðbólgu og viðvar­andi hás vaxta­stigs. Þrátt fyr­ir það hef­ur bygg­inga­geir­inn staðið nokkuð vel ef marka má þróun árs­reikn­inga­stærða í gagna­grunni Cred­it­in­fo á Íslandi.

Sam­kvæmt grein­ingu Cred­it­in­fo hef­ur fyr­ir­tækj­um sem skila hagnaði fjölgað í grein­inni, en hlut­fallið fór úr tæp­um 69% árið 2018 í 76% árið 2023. Þá hef­ur ný­skrán­ing­um fyr­ir­tækja í grein­inni á van­skila­skrá síðustu 12 mánuði fækkað í sam­an­b­urði við 12 mánuðina á und­an.

Cred­it­in­fo á Íslandi hef­ur um ára­bil haldið lista yfir Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki sem upp­fylla ströng skil­yrði um hagnað, eigið fé og fleira sem skil­ur framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki að frá öðrum.

Stöðug­leiki að aukast í grein­inni

„Gögn­in sýna að bygg­inga­geir­inn stend­ur nokkuð vel. Skil­yrði Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækja gefa fyrst og fremst merki um stöðug­leika í rekstri og þar sem bygg­ing­ar­fyr­ir­tækj­um hef­ur fjölgað á lista yfir Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki síðustu ár gef­ur það til kynna að stöðug­leiki sé að aukast í grein­inni,“ seg­ir Kári Finns­son, for­stöðumaður viðskiptaþró­un­ar hjá Cred­it­in­fo á Íslandi.

Grein­ing Cred­it­in­fo sýn­ir að ár­leg­ur rekstr­ar­hagnaður er að jafnaði 15 til 22 sinn­um hærri hjá Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækj­um 2024 en hjá fyr­ir­tækj­um al­mennt í virkri starf­semi.

Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki eru að jafnaði með um tólf- til þrett­án­fald­ar rekstr­ar­tekj­ur á við önn­ur fyr­ir­tæki eins og sjá má á mynd­inni hér að neðan.

Vinstri ás­inn sýn­ir miðgildi rekstr­ar­tekna Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækja en sá hægri miðgildi rekstr­ar­tekna fyr­ir­tækja í virkri starf­semi. Þró­un­in hef­ur verið sams kon­ar frá 2018 og tekj­urn­ar vaxið þó nokkuð. Þannig hafa tekj­ur vaxið ár­lega að meðaltali um 9,3% hjá fyr­ir­tækj­um í virkri starf­semi en um 11,9% hjá Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækj­um 2024.

Þróun EBITDA-fram­legðar (EBITDA/​Sala) hef­ur verið nokk­urn veg­inn í takt hjá Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækj­um 2024 og fyr­ir­tækj­um í virkri starf­semi þó að fram­legðin hafi að jafnaði verið um 5 pró­sentu­stig­um hærri hjá Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækj­um 2024. Bilið milli sam­an­b­urðarmengj­anna hef­ur þó verið að minnka frá 2022.

Minni mun­ur er á miðgildi eig­in­fjár­hlut­falls í þess­um sam­an­b­urðarmengj­um. Eig­in­fjár­hlut­fall hef­ur verið nokkuð hátt und­an­far­in ár og á bil­inu 45% til 48% hjá fyr­ir­tækj­um í virk­um rekstri en 54% til 60% hjá Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækj­um 2024.

Ný­skrán­ing­um á van­skila­skrá fækkað

Hafa ber í huga að upp­lýs­ing­ar í árs­reikn­ing­um eru vissu­lega gaml­ar, þær nýj­ustu fyr­ir rekstr­ar­árið 2023, og end­ur­spegla ekki endi­lega nú­ver­andi stöðu mála. Þróun ný­skrán­inga á van­skila­skrá síðustu 12 mánuði gef­ur þó vís­bend­ingu um að staðan sé síst að versna.

Ný­skrán­ing­um í bygg­inga­geir­an­um fór að fækka á haust­mánuðum 2023 og eru nú nokkuð færri en árin 2019 til 2021 sem dæmi. Um 2,6% fyr­ir­tækja í bygg­inga­geir­an­um hafa farið inn á van­skila­skrá á síðastliðnum 12 mánuðum.

1.400 fyr­ir­tæki í virkri starf­semi

Grein­ing Cred­it­in­fo á bygg­ing­ariðnaðinum tek­ur til fyr­ir­tækja sem skil­greind eru í virkri starf­semi í at­vinnu­greina­flokk­um sem telj­ast til ISAT-bálks­ins „Bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð“ en þess­ir at­vinnu­greina­flokk­ar eru til að mynda. „Bygg­ing íbúðar- og at­vinnu­hús­næðis“, „Máln­ing­ar­vinna“, „Múr­húðun“, „Raflagn­ir“ og „Pípu­lagn­ir, upp­setn­ing hit­un­ar- og loftræsi­kerfa“.

Í grein­ing­unni er þróun árs­reikn­inga­stærða skoðuð hjá fyr­ir­tækj­un­um frá 2018 til 2023 og ein­ung­is þeim fyr­ir­tækj­um sem eiga árs­reikn­ing fyr­ir öll árin 2018 til 2023. Til sam­an­b­urðar var skoðuð þróun þeirra fyr­ir­tækja í bygg­ing­ar­geir­an­um sem eru þegar kom­in á lista Cred­it­in­fo yfir Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki 2024 en þeim verður veitt viður­kenn­ing við hátíðlega at­höfn í Hörpu 30. októ­ber næst­kom­andi.

Um 1.400 fyr­ir­tæki eru í virkri starf­semi í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð og af þeim eru 116 kom­in á lista yfir Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki 2024.

List­inn yfir Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki Cred­it­in­fo er unn­inn í sam­starfi við Morg­un­blaðið og fleiri aðila. Miðviku­dag­inn 30. októ­ber fylg­ir Morg­un­blaðinu sér­blaðið Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki þar sem list­inn er birt­ur ásamt áhuga­verðri tengdri um­fjöll­un.

Grein þessi birtist upphaflega á mbl.is þann 24 október 2024

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Þú hefur verið skráður í fréttabréf hjá Creditinfo
Oops! Something went wrong while submitting the form.