Helsta umræðuefni fjölmiðla bæði hér og landi og erlendis hefur án nokkurs vafa verið kórónuveiran og afleiðingar hennar. Samtals voru fluttar 41.492 fréttir sem innihéldu orðið COVID á árinu 2020 og ekki hefur dregið mikið úr þeim fréttafjölda á árinu 2021. Undir lok febrúarmánaðar varð hins vegar stór jarðskjálfti á Reykjanesskaga og fóru fréttir um jarðskjálfta að verða jafnvel fyrirferðarmeira umfjöllunarefni fjölmiðla en kórónuveirufaraldurinn. Þótt dregið hafi eitthvað úr fréttaflutningi um jarðskjálfta á síðustu dögum eru þeir enn vinsælt umfjöllunarefni á meðal íslenskra fjölmiðla.
Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig fjöldi frétta um COVID-19 faraldurinn og jarðskjálfta hefur þróast frá 1. janúar 2021. Töluverður fjöldi frétta birtist á degi hverjum í íslenskum fjölmiðlum um COVID-19 faraldurinn en meðalfjöldi frétta um COVID-19 frá áramótum hefur verið um 85 fréttir á dag. Samtals hafa verið fluttar 6.323 fréttir um COVID-19 frá 1. janúar til 15. mars árið 2021. Frá janúar og fram á miðjan febrúar árið 2021 voru örfáar fréttir fluttar um jarðskjálfta í íslenskum fjölmiðlum eða um 3-4 fréttir að meðaltali á dag. 24. febrúar fjölgaði fréttum um jarðskjálfta verulega, en samtals voru 165 fréttir fluttar um jarðskjálfta samanborið við 92 fréttir um COVID-19 á þeim degi. Á næstu dögum þar á eftir skiptust kórónuveirufaraldurinn og jarðhræringarnar á Reykjanesskaga á því að vera helsta umfjöllunarefni íslenskra fjölmiðla. Frá og með mars hefur hins vegar fréttum um jarðskjálfta fækkað jafnt og þétt þótt meðalfjöldi þeirra hafi aukist frá og með mánaðarmótum. Samtals hafa verið fluttar 1.324 fréttir um jarðskjálfta í íslenskum fjölmiðlum frá 1. janúar 2021.
Vilt þú vakta umfjöllun fjölmiðla um þitt fyrirtæki? Fjölmiðlavakt Creditinfo vaktar umfjöllun í útvarpi, sjónvarpi, blöðum og netmiðlum og er því verðmætt tól sem heldur þér og þínu starfsfólki upplýstu um fréttir sem skipta ykkur máli.