No items found.

Creditinfo er þekkingarfyrirtæki ársins

5.4.2019

Félag viðskipta- og hagfræðinga hefur valið Creditinfo sem þekkingarfyrirtæki ársins 2019.

Creditinfo Group var í gær valið þekkingarfyrirtæki ársins að mati Félags- viðskipta og hagfræðinga. Við val á þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki árs­ins 2019 var horft til þeirra fyr­ir­tækja sem þóttu hafa skarað fram úr á er­lend­um mörkuðum síðastliðin ár. Önnur tilnefnd fyrirtæki voru CCP, Mar­el og Nox Medical. Við hjá Creditinfo þökkum Félagi viðskipta- og hagfræðinga kærlega fyrir viðurkenninguna. 

„Það er mikil hvatning fyrir okkur hjá Creditinfo að hljóta Þekkingarverðlaunin,“ segir Brynja Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo Lánstrausts og svæðisstjóri Creditinfo Group í N-Evrópu. „Starfsemi okkar byggir á íslensku hugviti sem er nú í notkun í 45 löndum víðs vegar um heim við höldum keik áfram á þessari vegferð okkar að skapa verðmæti byggt á þekkingu.“

Frá vinstri: Brynja Baldursdóttir, Samúel White, Ingvar Steinn Birgisson og Guðni Th. Jóhannesson

Stolt af viðurkenningunni

„Ég er afar stoltur af því að Creditinfo hefur hlotið Þekkingarverðlaunin þar sem helsta forsenda þess að fara með fyrirtækið á sínum tíma á erlenda markaði var sú að koma þekkingunni okkar í verð,“ segir Reynir Grétarsson stofnandi og stjórnarformaður CI.

„Það hljómar einfalt en sú vegferð að selja þekkingu eða nýsköpun og tækni tók tíma og margar vinnustundir hjá frábæru samstarfsfólki. Þrátt fyrir reynsluleysi í upphafi þá vorum við með réttan fókus og þetta tókst með seiglu og trú á okkar þekkingu. Í dag er félagið orðið leiðandi á heimsvísu á sviði áhættustýringar og miðlun fjárhagsupplýsinga og starfar í 32 löndum og á í viðskiptum við félög í 45 löndum víðsvegar um heim. Creditinfo Group hefur þróað fjölda lausna til að auðvelda ákvörðunartöku í viðskiptum og hefur félagið verið í samstarfi við alþjóðastofnanir, fjármálafyrirtæki og seðlabanka markað sterka markaðsstöðu í Afríku, Balkanlöndunum og í Austur Evrópu.“

Frétt Morgunblaðsins um viðurkenninguna

Frétt Fréttablaðsins um viðurkenninguna

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna