Fréttir
Fréttir af Creditinfo

Creditinfo hefur hlotið jafnlaunavottun

7.12.2022

Creditinfo Lánstraust hf. hefur hlotið Jafnlaunavottun frá vottunarstofnuninni BSI. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnréttisáætlun Creditinfo var lögð fram í september árið 2022 samkvæmt lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna nr. 150/2020, lögum nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði og annarra laga og reglna er snúa að jafnrétti og gildir fyrir alla starfsmenn Creditinfo. Áætlunin kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki fyrirtækisins þau réttindi sem kveðið er á um í 6. - 14. gr. laganna.

Jafnlaunavottun BSI er staðfesting á því að jafnréttisáætlun Creditinfo standist kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og veitir Creditinfo heimild til að nota jafnlaunamerkið.

Við þetta má bæta að Creditinfo var nýlega valið á meðal þeirra 59 fyrirtækja sem hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar árið 2022. Viðurkenningin er veitt árlega frá Félagi kvenna í atvinnulífinu (FKA).

Deila efni:

Fréttabréf Creditinfo

Fáðu nýjustu fréttir af lausnum og þjónustu Creditinfo í tölvupósti
Frábært! Þú ert núna skráð(ur) í fréttabréfið hjá Creditinfo
Úps, eitthvað fór úrskeiðis. Vinsamlegast reynið aftur með því að endurhlaða síðuna